Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 11. júní 2019 18:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Bjarni Mark lék allan leikinn í slæmu tapi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Mark Antonsson lék allan leikinn fyrir IK Brage í slæmu tapi í sænsku B-deildinni á þessum þriðjudegi.

IK Brage fékk Örgryte í heimsókn og komst Örgryte 1-0 yfir eftir 13 mínútur þegar Gustaf Ludwigson skoraði. Brage fékk kjörið tækifæri til að jafna stuttu fyrir leikhlé þegar liðið fékk vítaspyrnu. Anton Lundin fór á punktinn en klúðraði.

Það reyndist dýrkeypt því ekkert mark var skorað í seinni hálfleiknum og 1-0 sigur Örgryte staðreynd.

Eftir þessi úrslit eru bæði lið með 18 stig í fjórða og fimmta sæti deildarinnar. Brage hefði farið upp í þriðja sæti með sigri í dag.

Bjarni, sem er 23 ára, var einn besti leikmaður KA í fyrra og var meðal annars valinn leikmaður ársins af Schiöthurum, stuðningsmannasveit KA. Bjarni Mark hefur byrjað 11 af 12 deildarleikjum Brage á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner