Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
banner
   þri 11. júní 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Frá Man Utd til Monza
Omari Forson
Omari Forson
Mynd: Getty Images

Hinn 19 ára gamli Omari Forson mun yfirgefa Man Utd þegar samningur hans við félagið rennur út um næstu mánaðarmót.


Fabrizio Romano greinir frá því að hann hafi náð samkomulagi við Monza um að ganga til liðs við félagið á frjálsri sölu.

Hann mun skrifa undir fjögurra ára samning.

Forson kom við sögu í fjórum leikjum í úrvalsdeildinni hjá Man Utd á síðustu leiktíð. Hann lagði upp dramatískt sigurmark á Kobbie Mainoo í 4-3 sigri á Wolves í byrjun febrúar.


Athugasemdir
banner
banner
banner