Salah aftur til Roma - Bruno Fernandes á förum? - Sterling til West Ham - Goretzka í enskt stórlið?
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
   fim 11. júlí 2019 23:03
Baldvin Pálsson
Búi Vilhjálmur: Áttum skilið meira eftir seinni hálfleik
Búi Vilhjálmur Guðmundsson þjálfari Hauka
Búi Vilhjálmur Guðmundsson þjálfari Hauka
Mynd: Fótbolti.net
Haukar tóku á móti Gróttu í skemmtilegu 2-2 jafntefli í Hafnarfirðinum í kvöld. Þetta var 11. umferð Inkasso deildar karla og sitja Haukar áfram í 9. sæti

Lestu um leikinn: Haukar 2 -  2 Grótta

Haukar voru sterkari aðilinn í seinni hálfleik og hefðu getað fengið meira úr leiknum.
„ Miðað við hvernig Grótta er búið að vera í sumar þá er maður kannski sáttur með stigið en mér fannst við verðskulda meira í seinni hálfleik." Sagði Búi Vilhjálmur Guðmundsson þjálfari Hauka eftir leikinn.

„Ef að dómgæslan hefði aðeins fallið með okkur þá hefðum við kannski getað bætt einu við."

Nokkrir umdeildir dómar voru í leiknum. Aron Freyr Róbertsson, leikmaður Hauka, var felldur niður af markmanni Gróttu snemma í leiknum.
„ Þetta var klárlega víti, hann kemur við hann. Þetta er bara víti og ekkert flóknara en það."

Búi fékk svo sjálfur gult spjald á 85. mínútu.
„Það sparkar einhver eða lemur einhver í varamannaskýlið og þeir dæma bara spjald á mig fyrir það. Ég stóð bara þarna allan tímann"

Næsti leikur Hauka er á Ólafsvík á móti Víkingi Ó.
„Þurfum bara að hafa meiri trú á okkur spilalega séð, strax og við byrjum að spila boltanum þá erum við klárlega betri en þeir hérna á vellinum. Kannski meiri trú á sjálfum okkur."
Athugasemdir
banner