Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
banner
   fim 11. júlí 2019 10:00
Magnús Már Einarsson
Rúnar Páll: Fjalar orðinn algjör sérfræðingur í eistneska boltanum
Rúnar Páll Sigmundsson.
Rúnar Páll Sigmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan mætir eistneska liðinu Levadia Tallin í fyrstu umferð Evrópudeildarinnar í kvöld klukkan 20:00. Stjörnumenn hafa kynnt sér Levadia vel og þjálfarateymi liðsins sá leik Levadia og Flora í Eistlandi um síðustu helgi. Fjalar Þorgeirsson, í þjálfarateymi Stjörnunnar, hefur horft á mjög marga leiki með Levadia.

„Fjalar (Þorgeirsson) er búinn að eyða óendanlegum tíma í að leikgreina þá. Hann er orðinn algjör sérfræðingur í eistneska boltanum og þekkir hann út í gegn," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, við Fótbolta.net.

„Við fórum til Eistlands um helgina og sáum þá spila gegn Flora og við þekkjum þetta lið í bak og fyrir. Vonandi náum við að klára þennan leik vel á heimavelli með því að halda hreinu og skora nokkur mörk."

Spænska liðið Espanyol bíður í 2. umferð eftir sigurvegaranum úr viðureign Stjörnunnar og Levadia.

„Það er svakalega mikil gulrót að geta mætt þeim. Sviðið gerist ekki mikið stærra en það. Það bíður okkur verðugt verkefni ef við náum að klára þetta verkfeni."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner