
Miðjumaðurinn Bergþóra Sól Ásmundsdóttir er samkvæmt heimildum Fótbolta.net að ganga í raðir Víkings.
Bergþóra er á heimleið eftir stutt stopp í Svíþjóð þar sem hún var á mála hjá Örebro.
Hún hefur ekki verið í stóru hlutverki á tímabilinu, hún var talsvert í byrjunarliðinu í upphafi móts en hefur lítið spilað að undanförnu og var ekki í leikmannahópnum í sigri liðsins gegn Djurgården á dögunum. Örebro er í næstneðsta sæti sænsku deildarinnar, fjórum stigum frá öruggu sæti þegar ellefu umferðir eru eftir.
Bergþóra er 21 árs miðjumaður sem uppalinn er í Breiðabliki. Hún lék á sínum tíma 13 leiki fyrir unglingalandsliðin og á að baki fjóra leiki fyrir U23.
Víkingur er sem stendur í fimmta sæti Bestu deildar kvenna en þær eru nýliðar í deildinni.
Athugasemdir