þri 11. ágúst 2020 22:29
Brynjar Ingi Erluson
Sevilla ekki tapað í nítján leikjum
Mynd: Getty Images
Spænska liðið Sevilla hefur ekki tapað í nítján leikjum í röð í öllum keppnum en liðið vann Wolves 1-0 í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld.

Lucas Ocampos gerði eina markið á 88. mínútu í sigrinum gegn Wolves en það eru sex mánuðir liðnir frá því liðið tapaði síðast leik.

Sevilla tapaði fyrir Celta Vigo í febrúar en síðan þá hefur liðið unnið tíu leiki og gert níu jafntefli. Þá hefur liðið haldið hreinu í ellefu af þessum leikjum.

Liðið hefur unnið þrjá leiki í röð en Sevilla mætir Manchester United í undanúrslitum Evrópudeildarinnar.

Önnur mögnuð tölfræði en Sevilla hefur unnið 24 af 25 viðureignum sínum í úrslitakeppni Evrópudeildarinnar. Á þeim tíma hefur liðið unnið Evrópudeildina þrisvar á síðustu sex árum.
Athugasemdir
banner
banner
banner