Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   fim 11. ágúst 2022 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Að Lech væri að vinna með tveggja stafa tölu með Arnar sem þjálfara
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er búið að flauta til hálfleiks í leik Víkings og Lech Poznan í forkeppni Sambandsdeildarinnar.

Víkingar hefðu getað skorað tvisvar á fyrstu 15 mínútum leiksins, en eru þess í stað 2-0 undir. Það er stutt á milli í þessu. Víking eru búnir að vera klaufar, en þeir eru fullfærir um að koma til baka í þessu.

John van den Brom, þjálfari Lech, verður eflaust valtur í sessi ef hans menn klára þetta ekki en hann hefur verið gagnrýndur í Póllandi fyrir það að ná ekki nægilega vel til liðsins.

Pólski fjölmiðlamaðurinn Marek Wawrzynowski birti athyglisvert tíst á meðan fyrri hálfleikurinn var í gangi.

„Ef íslenski þjálfarinn væri að stýra Lech þá væru þeir örugglega að vinna þetta einvígi með tveggja stafa tölu. Íslendingarnir eru vel skipulagðir og líta mjög vel út, en ég veit ekki hvað Lech er að reyna að gera. Lech hefur samt fram yfir íslenska liðið að vera með meiri einstaklingsgæði," skrifar hann.

Hann er nú að vanmeta þau gæði sem leikmenn Víkinga búa yfir, en það verður ekki tekið af Arnari að hann hefur náð stórkostlegum árangri með Víkinga og er virkilega fær þjálfari. Hann hefur byggt upp sterkt lið sem varð bæði Íslands- og bikarmeistari á síðustu leiktíð. Núna verður fróðlegt að sjá hvort Víkingar komi til baka í seinni hálfleiknum.


Athugasemdir