Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   sun 11. ágúst 2024 23:29
Sölvi Haraldsson
Sagt að standa hrindingu af sér - „Galið að dæma víti á þetta“
Davíð Ingvars fékk dæmda á sig vítaspyrnu.
Davíð Ingvars fékk dæmda á sig vítaspyrnu.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Davíð lagði upp á Ísak Snæ í dag.
Davíð lagði upp á Ísak Snæ í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég met þetta bara ágætlega. Við hefðum átt að vinna þennan leik fannst mér. Við byrjum fyrri hálfleikinn ekki það vel en í seinni hálfleik komum við með allt annað orkustig inn í leikinn og mættum þeim maður á mann sem gekk vel. Ég myndi segja að við séum óheppnir að fá ekki þrjú stig úr þessum leik í kvöld.“ sagði Davíð Ingvarsson, leikmaður Breiðabliks, eftir 2-2 jafntefli í Garðarbænum gegn Stjörnunni.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  2 Breiðablik

Hvernig lýsir Davíð atburðarásinni þegar hann fær boltann í hendina og dómarinn dæmir víti.

Ég er að dekka Emil Atla og hann hrindir mér. Ég get ekkert gert í því, mér fannst það vera brot, það má ekkert hrinda manni í teignum. Ég dett og er að reisa mig upp. Um leið og ég er að reisa mig upp þá boltinn í hendina og ég gat lítið gert. Mér fannst bara galið að dæma víti á þetta því höndin er bara í náttúrulegri stöðu. Mér fannst skrítið að hann dæmdi á þetta og ég er ósáttur með það.

Hvaða útskýringu fékk Davíð?

Hann sagði við mig að ég þyrfti að standa þetta af mér. Skrítið komment hjá honum. Ég var bara ósammála því.

Davíð er kominn heim í Breiðablik eftir stutta dvöl úti en hann segir að andlega líðan sé orðin miklu betri hjá honum og að honum finnst gaman að vera komin í Breiðablik.

Ég er mjög ánægður og andlega líðan orðin miklu betri. Þetta var orðið þungt undir lokin og það er mjög gott að vera kominn heim og spila.“ sagði Davíð Ingvarsson.

Viðtalið við Davíð má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner