Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   sun 11. ágúst 2024 23:29
Sölvi Haraldsson
Sagt að standa hrindingu af sér - „Galið að dæma víti á þetta“
Davíð Ingvars fékk dæmda á sig vítaspyrnu.
Davíð Ingvars fékk dæmda á sig vítaspyrnu.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Davíð lagði upp á Ísak Snæ í dag.
Davíð lagði upp á Ísak Snæ í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég met þetta bara ágætlega. Við hefðum átt að vinna þennan leik fannst mér. Við byrjum fyrri hálfleikinn ekki það vel en í seinni hálfleik komum við með allt annað orkustig inn í leikinn og mættum þeim maður á mann sem gekk vel. Ég myndi segja að við séum óheppnir að fá ekki þrjú stig úr þessum leik í kvöld.“ sagði Davíð Ingvarsson, leikmaður Breiðabliks, eftir 2-2 jafntefli í Garðarbænum gegn Stjörnunni.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  2 Breiðablik

Hvernig lýsir Davíð atburðarásinni þegar hann fær boltann í hendina og dómarinn dæmir víti.

Ég er að dekka Emil Atla og hann hrindir mér. Ég get ekkert gert í því, mér fannst það vera brot, það má ekkert hrinda manni í teignum. Ég dett og er að reisa mig upp. Um leið og ég er að reisa mig upp þá boltinn í hendina og ég gat lítið gert. Mér fannst bara galið að dæma víti á þetta því höndin er bara í náttúrulegri stöðu. Mér fannst skrítið að hann dæmdi á þetta og ég er ósáttur með það.

Hvaða útskýringu fékk Davíð?

Hann sagði við mig að ég þyrfti að standa þetta af mér. Skrítið komment hjá honum. Ég var bara ósammála því.

Davíð er kominn heim í Breiðablik eftir stutta dvöl úti en hann segir að andlega líðan sé orðin miklu betri hjá honum og að honum finnst gaman að vera komin í Breiðablik.

Ég er mjög ánægður og andlega líðan orðin miklu betri. Þetta var orðið þungt undir lokin og það er mjög gott að vera kominn heim og spila.“ sagði Davíð Ingvarsson.

Viðtalið við Davíð má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir