Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Úlfur: Stráir salti í sárin
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
Ólafur Hrannar: Strákarnir sýndu heldur betur karakter
   sun 11. ágúst 2024 23:29
Sölvi Haraldsson
Sagt að standa hrindingu af sér - „Galið að dæma víti á þetta“
Davíð Ingvars fékk dæmda á sig vítaspyrnu.
Davíð Ingvars fékk dæmda á sig vítaspyrnu.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Davíð lagði upp á Ísak Snæ í dag.
Davíð lagði upp á Ísak Snæ í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég met þetta bara ágætlega. Við hefðum átt að vinna þennan leik fannst mér. Við byrjum fyrri hálfleikinn ekki það vel en í seinni hálfleik komum við með allt annað orkustig inn í leikinn og mættum þeim maður á mann sem gekk vel. Ég myndi segja að við séum óheppnir að fá ekki þrjú stig úr þessum leik í kvöld.“ sagði Davíð Ingvarsson, leikmaður Breiðabliks, eftir 2-2 jafntefli í Garðarbænum gegn Stjörnunni.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  2 Breiðablik

Hvernig lýsir Davíð atburðarásinni þegar hann fær boltann í hendina og dómarinn dæmir víti.

Ég er að dekka Emil Atla og hann hrindir mér. Ég get ekkert gert í því, mér fannst það vera brot, það má ekkert hrinda manni í teignum. Ég dett og er að reisa mig upp. Um leið og ég er að reisa mig upp þá boltinn í hendina og ég gat lítið gert. Mér fannst bara galið að dæma víti á þetta því höndin er bara í náttúrulegri stöðu. Mér fannst skrítið að hann dæmdi á þetta og ég er ósáttur með það.

Hvaða útskýringu fékk Davíð?

Hann sagði við mig að ég þyrfti að standa þetta af mér. Skrítið komment hjá honum. Ég var bara ósammála því.

Davíð er kominn heim í Breiðablik eftir stutta dvöl úti en hann segir að andlega líðan sé orðin miklu betri hjá honum og að honum finnst gaman að vera komin í Breiðablik.

Ég er mjög ánægður og andlega líðan orðin miklu betri. Þetta var orðið þungt undir lokin og það er mjög gott að vera kominn heim og spila.“ sagði Davíð Ingvarsson.

Viðtalið við Davíð má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner