
Felix Örn Friðriksson hefur skrifað undir samning við ÍBV sem gildir til loka árs 2027.
Felix er Eyjamaður og hefur spilað fyrir ÍBV allan sinn feril á Íslandi. Hann er með 239 skráða KSÍ leiki og þar af eru 116 í efstu deild.
Hann hins vegar fór á sínum tíma til Danmerkur og var á mála hjá Vejle í dönsku úrvalsdeildinni.
Felix er Eyjamaður og hefur spilað fyrir ÍBV allan sinn feril á Íslandi. Hann er með 239 skráða KSÍ leiki og þar af eru 116 í efstu deild.
Hann hins vegar fór á sínum tíma til Danmerkur og var á mála hjá Vejle í dönsku úrvalsdeildinni.
Hann á að baki tvo vináttuleiki fyrir A-landsliðið og 24 leiki fyrir yngri landsliðin.
Felix er 25 ára vinstri bakvörður og hafði fyrir tímabilið í ár verið í algjöru lykilhlutverki í liðinu. Hann hefur ekki verið í eins stóru hlutverki í ár, hann hefur komið við sögu í16 af 21 leik liðsins í Lengjudeildinni til þessa.
ÍBV heimsækir Leikni á laugardag og með sigri tryggja Eyjamenn sér sæti í Bestu deildinni.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir