Real gæti gert janúartilboð í Trent - O'Neil verður ekki rekinn - Liverpool vill Eze
   mið 11. september 2024 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fofana fer ekki til Grikklands
Mynd: EPA

Framherjinn David Datro Fofana verður áfram hjá Chelsea eftir að félagaskiptin til AEK Aþenu gengu ekki upp.


Greint var frá því fyrr í dag að AEK væri að fá hann á láni og þá var ákvæði um að félagið gæti keypt hann fyrir 20 milljónir punda.

Fabrizio Romano greindi hins vegar frá því í kvöld að félagaskiptin hafi ekki gengið upp. Félögin voru að skiptast á gögnum og voru ósammála um ákveðna þætti.

Ekki tókst að lagfæra það í tæka tíð svo ekkert varð úr því að hann færi til Grikklands.

Chelsea keypti Fofana frá Molde í janúar 2023 og borgaði 8,4 milljónir punda fyrir hann en félagið hefur verið að skera niður stóran leikmannahóp sinn í sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner