Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
   fös 11. október 2019 22:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ari Freyr: Ekki eins og það hafi einhver úr Víkingi Ó. komið inn
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég býð upp á þetta. Þetta var klaufaskapur," sagði Ari Freyr Skúlason eftir 1-0 tap gegn Frakklandi í undankeppni EM 2020 í kvöld.

Eina mark leiksins skoraði Olivier Giroud úr vítaspyrnu eftir að Antoine Griezmann féll í teignum. Ari Freyr braut á Griezmann að mati dómarans.

„Hann ætlar að reyna að sparka í boltann, en svo sér hann að hann getur það ekki. Það er klaufaskapur hjá mér að bjóða upp á þetta í fyrsta lagi."

Lestu um leikinn: Ísland 0 -  1 Frakkland

„Við vorum að spila við Heimsmeistarana. Persónulega fannst mér við sýna frábæra liðsheild, vikan var frábær - góð tilfinning og góður andi í hópnum. Við getum verið stoltir af frammistöðunni yfir höfuð."

„Það er leiðinlegt að tapa þessum stigum á klaufahætti."

Það vantaði nokkra lykilmenn í lið Frakklands en Ari telur að það skipti ekki máli þegar kemur að Heimsmeisturunum.

„Það er ekki eins og það hafi komið einhver úr Víkingi Ó. á miðjuna hjá þeim. Þeir fá inn leikmann sem er að spila hverja einustu mínútu hjá Bayern München. Við horfum á leikinn okkar, það er það mikilvægasta."

Þetta var fyrsti tapleikurinn í mótsleik á Laugardalsvelli síðan 2013.

„Það er ömurlegt, alveg ömurlegt. Þetta er okkar vígi og með okkar stuðningsmenn. Það vill enginn koma á Laugardalsvöll. Okkur líður frábærlega hérna. Þetta stig hefði getað verið mikilvægt í lokin," sagði Ari Freyr Skúlason.
Athugasemdir
banner
banner