Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
   mán 11. október 2021 12:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valgeir: Erfitt að koma úr atvinnumennsku og eiga svona tímabil
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir Valgeirsson er í U21 árs landsliðshópnum sem undirbýr sig fyrir leik gegn Portúgal á morgun. Valgeir er leikmaður HK sem féll úr Pepsi Max-deildinni í síðasta mánuði eftir vonbrigðatímabil.

Fótbolti.net ræddi við Valgeir fyrir æfingu U21 árs liðsins í Víkinni í dag.

„Mér líst virkilega vel á leikinn á morgun. Þetta er virkilega spennandi leikur, skemmtilegt tækifæri fyrir okkur að mæta einni af stærstu þjóðum í heimi fótboltanum. Við getum 100% unnið þennan leik, við trúum því allir og við trúum að við getum unnið öll liðin. Við þurfum bara mæta 100% í leikinn, hafa trú á verkefninu og þá mun niðurstaðan koma," sagði Valgeir.

„Vikan er búin að vera virkilega skemmtileg. Gott að koma í landsliðsverkfni með þessum strákum, allir góðir vinir manns og maður hittir þá ekki oft. Það er gaman að komast í annað umhverfi."

Talandi um annað umhverfi, var þetta þungt tímabil með HK? „Þetta var hrikalega þungt tímabil með HK. Það var erfitt að koma heim úr atvinnumennsku og eiga svona tímabil. Það er gott að komast í annað umhverfi núna eftir tímabil sem gekk ekki eins vel og maður vildi."

Valgeir stóðst sjálfur ekki væntingar margra eftir tvö góð tímabil á undan. Hann lék með varaliði Brentford síðasta vetur en enska félagið ákvað að kaupa Valgeir ekki í vor og því lék hann á Íslandi í sumar.

Leikur U21 liðsins gegn Portúgal hefst klukkan 15:00 á morgun og fer fram á Víkingsvelli.
Athugasemdir
banner
banner
banner