Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   mán 11. október 2021 12:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valgeir: Erfitt að koma úr atvinnumennsku og eiga svona tímabil
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir Valgeirsson er í U21 árs landsliðshópnum sem undirbýr sig fyrir leik gegn Portúgal á morgun. Valgeir er leikmaður HK sem féll úr Pepsi Max-deildinni í síðasta mánuði eftir vonbrigðatímabil.

Fótbolti.net ræddi við Valgeir fyrir æfingu U21 árs liðsins í Víkinni í dag.

„Mér líst virkilega vel á leikinn á morgun. Þetta er virkilega spennandi leikur, skemmtilegt tækifæri fyrir okkur að mæta einni af stærstu þjóðum í heimi fótboltanum. Við getum 100% unnið þennan leik, við trúum því allir og við trúum að við getum unnið öll liðin. Við þurfum bara mæta 100% í leikinn, hafa trú á verkefninu og þá mun niðurstaðan koma," sagði Valgeir.

„Vikan er búin að vera virkilega skemmtileg. Gott að koma í landsliðsverkfni með þessum strákum, allir góðir vinir manns og maður hittir þá ekki oft. Það er gaman að komast í annað umhverfi."

Talandi um annað umhverfi, var þetta þungt tímabil með HK? „Þetta var hrikalega þungt tímabil með HK. Það var erfitt að koma heim úr atvinnumennsku og eiga svona tímabil. Það er gott að komast í annað umhverfi núna eftir tímabil sem gekk ekki eins vel og maður vildi."

Valgeir stóðst sjálfur ekki væntingar margra eftir tvö góð tímabil á undan. Hann lék með varaliði Brentford síðasta vetur en enska félagið ákvað að kaupa Valgeir ekki í vor og því lék hann á Íslandi í sumar.

Leikur U21 liðsins gegn Portúgal hefst klukkan 15:00 á morgun og fer fram á Víkingsvelli.
Athugasemdir