Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
banner
   mán 11. október 2021 12:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valgeir: Erfitt að koma úr atvinnumennsku og eiga svona tímabil
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir Valgeirsson er í U21 árs landsliðshópnum sem undirbýr sig fyrir leik gegn Portúgal á morgun. Valgeir er leikmaður HK sem féll úr Pepsi Max-deildinni í síðasta mánuði eftir vonbrigðatímabil.

Fótbolti.net ræddi við Valgeir fyrir æfingu U21 árs liðsins í Víkinni í dag.

„Mér líst virkilega vel á leikinn á morgun. Þetta er virkilega spennandi leikur, skemmtilegt tækifæri fyrir okkur að mæta einni af stærstu þjóðum í heimi fótboltanum. Við getum 100% unnið þennan leik, við trúum því allir og við trúum að við getum unnið öll liðin. Við þurfum bara mæta 100% í leikinn, hafa trú á verkefninu og þá mun niðurstaðan koma," sagði Valgeir.

„Vikan er búin að vera virkilega skemmtileg. Gott að koma í landsliðsverkfni með þessum strákum, allir góðir vinir manns og maður hittir þá ekki oft. Það er gaman að komast í annað umhverfi."

Talandi um annað umhverfi, var þetta þungt tímabil með HK? „Þetta var hrikalega þungt tímabil með HK. Það var erfitt að koma heim úr atvinnumennsku og eiga svona tímabil. Það er gott að komast í annað umhverfi núna eftir tímabil sem gekk ekki eins vel og maður vildi."

Valgeir stóðst sjálfur ekki væntingar margra eftir tvö góð tímabil á undan. Hann lék með varaliði Brentford síðasta vetur en enska félagið ákvað að kaupa Valgeir ekki í vor og því lék hann á Íslandi í sumar.

Leikur U21 liðsins gegn Portúgal hefst klukkan 15:00 á morgun og fer fram á Víkingsvelli.
Athugasemdir
banner