Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Alls ekki leikur sem við eigum að tapa 3-1
Viktor Jóns um að tengja saman sigra: Búnir að bíða lengi eftir þessu
Damir: Við þurfum að taka gamla góða einn leik í einu núna
Láki: Heilt yfir bara jafn leikur ólíkra liða
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mán 11. október 2021 12:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valgeir: Erfitt að koma úr atvinnumennsku og eiga svona tímabil
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir Valgeirsson er í U21 árs landsliðshópnum sem undirbýr sig fyrir leik gegn Portúgal á morgun. Valgeir er leikmaður HK sem féll úr Pepsi Max-deildinni í síðasta mánuði eftir vonbrigðatímabil.

Fótbolti.net ræddi við Valgeir fyrir æfingu U21 árs liðsins í Víkinni í dag.

„Mér líst virkilega vel á leikinn á morgun. Þetta er virkilega spennandi leikur, skemmtilegt tækifæri fyrir okkur að mæta einni af stærstu þjóðum í heimi fótboltanum. Við getum 100% unnið þennan leik, við trúum því allir og við trúum að við getum unnið öll liðin. Við þurfum bara mæta 100% í leikinn, hafa trú á verkefninu og þá mun niðurstaðan koma," sagði Valgeir.

„Vikan er búin að vera virkilega skemmtileg. Gott að koma í landsliðsverkfni með þessum strákum, allir góðir vinir manns og maður hittir þá ekki oft. Það er gaman að komast í annað umhverfi."

Talandi um annað umhverfi, var þetta þungt tímabil með HK? „Þetta var hrikalega þungt tímabil með HK. Það var erfitt að koma heim úr atvinnumennsku og eiga svona tímabil. Það er gott að komast í annað umhverfi núna eftir tímabil sem gekk ekki eins vel og maður vildi."

Valgeir stóðst sjálfur ekki væntingar margra eftir tvö góð tímabil á undan. Hann lék með varaliði Brentford síðasta vetur en enska félagið ákvað að kaupa Valgeir ekki í vor og því lék hann á Íslandi í sumar.

Leikur U21 liðsins gegn Portúgal hefst klukkan 15:00 á morgun og fer fram á Víkingsvelli.
Athugasemdir
banner