Jón Dagur Þorsteinsson og Stefán Teitur Þórðarson verða ekki með íslenska karlalandsliðinu í leiknum gegn Tyrklandi á mánudag, en þeir munu taka út leikbann vegna uppsafnaðra gulra spjalda.
Lestu um leikinn: Ísland 2 - 2 Wales
Stefán Teitur fékk að líta sitt annað gula spjald í Þjóðadeildinni þegar hann stöðvaði hraða skyndisókn Wales á 28. mínútu eftir að WIllum Þór Willumsson tapaði boltanum.
Nokkrum mínútum síðar fékk Jón Dagur gula spjaldið eftir að hann og Brennan Johnson, leikmaður Wales, fóru að kýtast við teig Wales-verja.
Þetta var sömuleiðis annað gula spjald Jóns Dags í keppninni og eru þeir því báðir komnir í eins leiks bann.
Þeir verða því ekki ekki með gegn Tyrkland á Laugardalsvelli á mánudag.
Athugasemdir