Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 11. nóvember 2019 19:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Grikkland: Ögmundur fékk á sig þrjú mörk þegar Larissa missteig sig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
AEL Larissa 0 - 3 Lamia

AEL Larissa, félagið sem Ögmundur Kristinsson er á mála hjá, mætti í kvöld Lamia í lokaleik 10. umferðar grísku Ofurdeildarinnar.

Larissa var fyrir leikinn í 6. sæti deildarinnar og gat með sigri skotist upp í 3. sæti deildarinnar.

Lamia tók forystuna í fyrri hálfleik og leiddi með einu marki í hálfleik. Gestirnir skoruðu tvö mörk í seinni hálfleik og heimamönnum tókst ekki að svar þrátt fyrir margar tilraunir.

Larissa átti tólf tilraunir að marki Lamia gegn sex tilraunum Lamia. Larissa er áfram í 6. sæti deildarinnar eftir tapið. Ögmundur er í landsliðshópnum sem tilkynntur var á dögunum fyrir leikina gegn Tyrklandi og Moldóvu. Ögmundur hittir líklega félaga sína í landsliðinu í Tyrklandi á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner