Man Utd tilbúið að hlusta á tilboð í Rashford og Martínez - Arteta vill Vlahovic - Ashworth gæti tekið til starfa hjá Arsenal
   fös 29. nóvember 2024 11:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísland spilar heimaleikinn gegn Kósovó í Murcia
Icelandair
Íslenska landsliðið spilar heimaleik á Spáni í mars.
Íslenska landsliðið spilar heimaleik á Spáni í mars.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spánn spilaði gegn Danmörku á leikvanginum í október.
Spánn spilaði gegn Danmörku á leikvanginum í október.
Mynd: Getty Images
KSÍ sendi út tilkynningu rétt í þessu þess efnis að heimaleikur Íslands í umspilinu gegn Kósovó í Þjóðadeildinni muni fara fram í Murcia á Spáni.

Ljóst var að ekki yrði hægt að spila á Íslandi í mars þar sem framkvæmdir eru á Laugardalsvelli.

Spilað verður á Estadio Enrique Roca í Murcia og fer leikurinn fram 23. mars.

Ísland mætir Kósovó í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar. Ef Ísland vinnur einvígið heldur liðið sæti sínu í B-deildinni en ef einvígið tapast fellur liðið niður í C-deildina. Ísland endaði í 3. sæti síns riðils í B-deildinni og Kósovó endaði í 2. sæti í sínum riðli í C-deildinni.

Fyrri leikurinn fer fram í Pristina þann 20. mars. Ekki er ljóst hver mun stýra íslenska liðinu í umspilinu en liðið er þjálfaralaust sem stendur. Arnar Gunnlaugsson er talinn líklegastur til að taka við af Age Hareide sem hætti sem þjálfari liðsins í upphafi vikunnar.

Úr tilkynningu KSÍ
Leikvangurinn í Murcia, sem tekur ríflega 30 þúsund áhorfendur, var opnaður árið 2006 með vináttulandsleik milli Spánar og Argentínu. Um er að ræða heimavöll Real Murcia CF sem leikur í þriðju efstu deild Spánar um þessar mundir, en þar fara einnig af og til fram landsleikir, og nefna má að A landslið karla lék einmitt vináttuleik á þessum leikvangi í mars 2022 þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Finnland. Estadio Enrique Roca de Murcia er staðsettur í bænum Churra, sem liggur rétt norðan við Murcia, og er leikvangurinn í u.þ.b. 7 kílómetra fjarlægð frá miðbæ Murcia.

KSÍ vinnur nú að því að undirbúa miðasölu á leikinn og verða upplýsingar birtar á miðlum KSÍ um leið og þau mál skýrast.


Athugasemdir
banner
banner
banner