Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 12. janúar 2022 22:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Magnað afrek hjá Tuchel
Thomas Tuchel.
Thomas Tuchel.
Mynd: EPA
Thomas Tuchel hefur gert stórkostlega hluti með Chelsea frá því hann tók við liðinu fyrir tæpu ári síðan.

Hann skráði sig í kvöld í sögubækurnar þegar hann stýrði liðinu í úrslitaleik deildabikarsins. Chelsea hafði betur gegn Tottenham í tveggja leikja einvígi og sannfærandi var það.

Tuchel er fyrsti knattspyrnustjóri í sögu Chelsea til að koma liðinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, úrslitaleik enska FA-bikarsins og úrslitaleik deildabikarsins. Hann hefur aðeins verið við stjórnvölinn í 350 daga.

„Við verðum að spila betur," sagði Tuchel eftir sigurinn á Spurs í kvöld. Hann vill fá meira frá leikmönnum sínum.

Chelsea mun mæta annað hvort Arsenal eða Liverpool í úrslitaleik deildabikarsins.


Athugasemdir
banner
banner