Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 12. febrúar 2021 20:53
Aksentije Milisic
Lengjubikarinn: Breiðablik skoraði fjögur gegn Leikni - Víkingur og KR skildu jöfn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lengjubikarinn er kominn af stað og nú var þremur leikjum að ljúka í kvöld.

Allir leikirnir voru í A-deildinni og í riðli tvö fóru fram tveir leikir. Þróttur vann Fjölnir í sjö marka leik fyrr í kvöld og nú var að ljúka leik Breiðabliks og Leiknis.

Staðan var 2-0 í hálfleik fyrir Breiðablik og voru það þeir Höskuldur Gunnlaugsson og Thomas Mikkelsen sem sáu um mörkin. Blikar bættu við tveimur mörkum í síðari hálfleik. Það fyrra skoraði Davíð Ingvarsson á 64. mínútu og Viktor Karl Einarsson rak síðan síðasta naglann í kistu Leiknis.

Á Víkingsvelli mættust Víkingur R og KR í riðli númer 2. Lengi vel leit út fyrir að KR myndi landa sigrinum en Guðjón Baldvinsson kom liðinu yfir á 59. mínútu. Heimamenn gáfust hins vegar ekki upp og Erlingur Agnarsson jafnaði leikinn þegar þrjár mínútur voru til leiksloka.

Í riðli númer eitt áttust við Lengjudeildarliðin Afturelding og Víkingur Ólafsvík á Fagverksvellinum. Heimamenn í Aftureldingu fóru með öruggan 3-0 sigur af hólmi.

Breiðablik 4-0 Leiknir R
1-0 Höskuldur Gunnlaugsson ('26)
2-0 Thomas Mikkelsen ('38)
3-0 Davíð Ingvarsson ('64)
4-0 Viktor Karl Einarsson ('83)

Víkingur 1-1 KR
0-1 Guðjón Baldvinsson ('59)
1-1 Erlingur Agnarsson ('87)

Afturelding 3-0 Víkingur Ó
1-0 Valgeir Árni Svansson ('2)
2-0 Jordan Tyler ('39)
3-0 Mikael Hrafn Helgason (sjálfsmark) ('48)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner