Sex úrvalsdeildarfélög vilja liðsfélaga Hákonar - Ekitike eftirsóttur af Arsenal, Liverpool, Man Utd og Newcastle
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
Sú markahæsta mætt aftur í grænt: Langaði að fara heim og finna gleðina
Eggert Aron spenntur fyrir nýju verkefni - „Þetta er hálfgerð klikkun“
Aron Einar: Skrítið að segja það
Ísak þakklátur fyrir traustið: Eins og lítið barn sem er að sjá eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu
   mið 12. febrúar 2025 14:30
Elvar Geir Magnússon
Helsinki
Ari segir Víking ráða: Ég er ekkert ódýr
Ari Sigurpálsson.
Ari Sigurpálsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er geggjað. Við tókum smá göngutúr í dag. Þetta er virkilega flott borg og veðrið líkt Íslandi svo þetta er mjög gott fyrir okkur," segir Ari Sigurpálsson, leikmaður Víkings, en hann ræddi við Fótbolta.net í Helsinki í dag.

Víkingur er að fara að mæta Panathinaikos á morgun í fyrri viðureign liðanna í umspili Sambandsdeildarinnar. Ari vonast til þess að aðstæðurnar sem spilað verður við muni hagnast Víkingi. Leikið verður í kulda á heimavelli HJK Helsinki, sem er gervigraslagður.

„Ég tel að það sé mjög mikilvægt að ná góðum úrslitum í fyrri leiknum. Fókusinn er að ná í eins góð úrslit og hægt er í fyrri leiknum og ná að gera þetta smá óþægilegt fyrir þá í seinni leiknum."

Hann segir að Evrópudraumar Víkings nái lengra en bara í þetta verkefni.

„Við erum ekkert að taka þátt í þessu nema við viljum vinna og komast lengra. Við erum búnir að undirbúa okkur vel. Sölvi og staffið hafa gert vel í að leikgreina. Ég er mjög spenntur fyrir þessum leik."

Gæti opnað fleiri möguleika
Í lokin var Ari spurður út í sína framtíð. Hann er á blaði hjá félögum í Skandinavíu.

„Fókusinn er bara á leikinn á morgun. Ef ég á að vera alveg hreinskilinn bjóst ég ekki alveg við því að vera að fara að spila þennan leik. Skandinavíski markaðurinn, sem er kannski minn markaður, er kannski ekki kominn á fullt flug. Sjáum bara hvað gerist. Ég ætla að standa mig vel í þessum leik og þá eru náttúrulega fleiri möguleikar sem opnast," segir Ari.

„Það hafa verið einhverjar hræringar. Það er bara Víkingur sem ræður. Ég er ekkert ódýr. En það verður geggjað að spila þennan leik. Það er skemmtilegra að vera að fara að spila þennan leik en vera á einhverju undirbúningstímabili."
Athugasemdir
banner
banner
banner