Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   mið 12. febrúar 2025 14:30
Elvar Geir Magnússon
Helsinki
Ari segir Víking ráða: Ég er ekkert ódýr
Ari Sigurpálsson.
Ari Sigurpálsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er geggjað. Við tókum smá göngutúr í dag. Þetta er virkilega flott borg og veðrið líkt Íslandi svo þetta er mjög gott fyrir okkur," segir Ari Sigurpálsson, leikmaður Víkings, en hann ræddi við Fótbolta.net í Helsinki í dag.

Víkingur er að fara að mæta Panathinaikos á morgun í fyrri viðureign liðanna í umspili Sambandsdeildarinnar. Ari vonast til þess að aðstæðurnar sem spilað verður við muni hagnast Víkingi. Leikið verður í kulda á heimavelli HJK Helsinki, sem er gervigraslagður.

„Ég tel að það sé mjög mikilvægt að ná góðum úrslitum í fyrri leiknum. Fókusinn er að ná í eins góð úrslit og hægt er í fyrri leiknum og ná að gera þetta smá óþægilegt fyrir þá í seinni leiknum."

Hann segir að Evrópudraumar Víkings nái lengra en bara í þetta verkefni.

„Við erum ekkert að taka þátt í þessu nema við viljum vinna og komast lengra. Við erum búnir að undirbúa okkur vel. Sölvi og staffið hafa gert vel í að leikgreina. Ég er mjög spenntur fyrir þessum leik."

Gæti opnað fleiri möguleika
Í lokin var Ari spurður út í sína framtíð. Hann er á blaði hjá félögum í Skandinavíu.

„Fókusinn er bara á leikinn á morgun. Ef ég á að vera alveg hreinskilinn bjóst ég ekki alveg við því að vera að fara að spila þennan leik. Skandinavíski markaðurinn, sem er kannski minn markaður, er kannski ekki kominn á fullt flug. Sjáum bara hvað gerist. Ég ætla að standa mig vel í þessum leik og þá eru náttúrulega fleiri möguleikar sem opnast," segir Ari.

„Það hafa verið einhverjar hræringar. Það er bara Víkingur sem ræður. Ég er ekkert ódýr. En það verður geggjað að spila þennan leik. Það er skemmtilegra að vera að fara að spila þennan leik en vera á einhverju undirbúningstímabili."
Athugasemdir
banner