Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 12. mars 2020 15:13
Magnús Már Einarsson
Norsku úrvalsdeildinni frestað þar til í maí
Rosenborg spilar ekki deildarleik fyrr en í maí.
Rosenborg spilar ekki deildarleik fyrr en í maí.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Norska knattspyrnusambandið hefur tilkynnt að deildarkeppninni þar í landi hafi verið frestað þar til í byrjun maí vegna kórónuveirunnar.

Norska úrvalsdeildin átti að hefjast 4. apríl en nú er ljóst að hún hefst ekki fyrr en 2. maí.

Allir leikir í Noregi hafa verið bannaðir til 15. apríl en þá má byrja að spila æfingaleiki.

Norsku liðin Álasund, Stabæk og Haugesund ætla öll að drífa sig heim eftir að hafa verið í æfingaferð á Spáni undanfarna daga.

Sjá einnig:
Norðmenn banna fótboltaæfingar út apríl
Athugasemdir
banner
banner