Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 12. mars 2021 07:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Böddi ræddi við Heimi - „Alls ekki að reyna fá mig til Íslands"
Heimir reyndir ekki að lokka Bödda í Val
Heimir reyndir ekki að lokka Bödda í Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Þór horfir á Bödda í einvígi
Davíð Þór horfir á Bödda í einvígi
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Böðvar Böðvarsson, nýr leikmaður Helsingborg, var til viðtals hér á Fótbolta.net í gærkvöldi. Hann fór yfir félagsskiptin frá Jagiellonia í Póllandi, riftunina á samningi og ræddi um árin sín hjá pólska félaginu.

Hann var einnig spurður út í framtíðarsýn sína og landsliðsmöguleika. Í gærkvöldi var lofað aukaefni úr viðtalinu og birtist það hér.

Fyrsti og annar hluti:
Böddi greindist með Covid - „Þurfti að taka U-beygju á hraðbrautinni"
Kom upp pattstaða milli Bödda og Jagiellonia - Náðu ekki saman um hvert hann ætti að fara

Þegar íslenskir atvinnumenn eru í leit að nýju félagi og framtíð þeirra óljós eru þeir oftast orðaðir við íslensk félög. Böddi var engin undantekning þó sögusagnirnar hafi kannski ekki farið hátt. Böddi er FH-ingur en hans fyrrum þjálfari, Heimir Guðjónsson, er þjálfari Vals. Böddi var spurður út í hvort heimkoma til Íslands hafi verið í myndinni.

Böddi hafði komið inn á það að hann ræddi við Daníel Hafsteinsson, fyrrum leikmann Helsingborg, og Brand Olsen, fyrrum leikmann FH og nú leikmann Helsingborg, áður en hann skrifaði undir.

Talaðiru við aðra en Brand og Danna Hafsteins áður en þú tókst þetta skref?

„Já, ég er með endalaust af liði í kringum mig og allir með sterkar skoðanir. Ég talaði við Dabba Vidd (Davíð Þór Viðarsson), Bjarna Vidd (Bjarna Þór Viðarsson) og svo talaði ég við Heimi Guðjóns svo ég nefni einhverja. Davíð spilaði í Svíþjóð og allir sem ég talaði við voru sammála um að þetta væri gott skref fyrir mig,“ sagði Böddi.

Gaman að þú komst inn á Heimi, ég ætlaði að spyrja þig út í hann. Ráðlagði hann þér að taka þetta skref? Hann hefur ekkert reynt að fá þig heim til Íslands og til sín í Val?

„Nei, hann var alls ekki að reyna fá mig til Íslands. Það kom aldrei til tals að ég færi heim. Hann veit það eftir að hafa þjálfað mig í fimm ár, við höfum svo haldið góðu sambandi síðan, að minn metnaður liggur í því að vera erlendis og komast í landsliðið. Þú þarft að vera búinn að spila lengi með landsliðinu, og sannað þig eins og Birkir Már og Hannes t.d., til að geta verið í landsliðinu þegar þú spilar á Íslandi."

„Það kom aldrei til tals og það var engin pressa frá hvorki Val né FH. Heimir sagði mér að þetta væri með stærri félögunum í Svíþjóð, hann sagði mér að ég ætti að skella mér á þetta og koma líkamanum í gang,“
bætti Böddi við.
Athugasemdir
banner
banner