Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 12. maí 2020 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Harder: Enn eru ræktaðar gamaldags hugmyndir í karlabolta
Harder hefur unnið fjölda titla með Wolfsburg ásamt Söru Björk Gunnarsdóttur.
Harder hefur unnið fjölda titla með Wolfsburg ásamt Söru Björk Gunnarsdóttur.
Mynd: Getty Images
Harder í leik á Akureyri gegn Þór/KA.
Harder í leik á Akureyri gegn Þór/KA.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Danska landsliðskonan Pernille Harder er ein besta fótboltakona í heimi. Hún er á mála hjá Wolfsburg og er liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, landsliðsfyrirliða.

Harder í mjög svo áhugaverðu viðtali við tímaritið ELFEN í dag þar sem hún ræðir samkynhneigð í fótbolta. Harder, sem er samkynhneigð, furðar sig á því hvers vegna samkynhneigð sé ekki venjulegur hlutur í knattspyrnu karla eins og í knattspyrnu kvenna.

Justin Fashanu var fyrsti enski leikmaðurinn sem opinberaði samkynhneigð sína 1990 en hann tók eigið líf 37 ára gamall 1998. Thomas Hitzlsperger, fyrrum leikmaður Aston Villa og fleiri félaga, kom út úr skápnum eftir að skórnir fóru upp á hillu, en til að mynda þá er enginn núverandi leikmaður í ensku úrvalsdeildinni er opinberlega samkynhneigður.

Harder segir: „Ég óska mér að það sé leikmaður sem hafi hugrekki til að opinbera samkynhneigð sína því það eru klárlega til þessir leikmenn."

„Það er mikilvægt að allir geti staðið við bakið á þeim sem þeir verða ástfangnir af án þess að hugsa eitthvað um það. En ég skil hikið því fótbolti karla er enn að rækta gamaldags hugmyndir um karlmennsku og viðbrögðin yrðu svo sannarlega frábrugðin því sem er hjá konum."

Harder er í sambandi með sænsku landsliðskonunni Magdalena Eriksson, sem er fyrirliði Chelsea á Englandi. Samband þeirra komst í sviðsljósið þegar mynd fór í dreifingu af þeim að kyssast á HM kvenna í fyrra. „Viðbrögðin voru að mestu jákvæð og var mikið af fólki sem sagði að þessi mynd hefði hvatt þau til að vera opin varðandi kynhneigð sína."

„Það hjálpar okkur að við spilum mismunandi stöður, Magda getur sagt mér hvernig hún tekst á við sóknarmenn og ég get ráðlagt henni hvernig á að pirra sóknarmenn."


Athugasemdir
banner
banner