Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 12. maí 2022 08:00
Elvar Geir Magnússon
Úkraína spilaði sinn fyrsta leik eftir innrás Rússa
Mykhailo Mudryk, leikmaður Shaktar Donetsk, fagnar marki sínu.
Mykhailo Mudryk, leikmaður Shaktar Donetsk, fagnar marki sínu.
Mynd: EPA
Úkraínska landsliðið er að búa sig undir umspilsleiki fyrri HM og vann vináttuleik gegn Borussia Mönchengladbach 2-1 en leikið var í Þýskalandi.

Þetta var fyrsti leikur Úkraínu síðan Rússar gerðu innrás í landið en allar tekjur af leiknum fara í að styrkja þá sem stríðið hefur bitnað á. Þá fengu úkraínskir ríkisborgarar frítt inn á leikinn.

Úkraína heimsækir Skotland í undanúrslitum umspilsins þann 1. júní. Leikurinn átti upphaflega að vera í mars en honum var frestað eftir innrásina.

Sigurliðið mun mæta Wales í Cardiff í úrslitaleik um HM í Katar. Sá leikur verður 5. júní.

Mykhaylo Mudryk skoraði fyrra mark Úkraínu í gær, heimamenn jöfnuðu en varamaðurinn Oleksandr Pikhalionok skoraði sigurmarkið.
Athugasemdir
banner
banner
banner