Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 12. maí 2022 13:30
Elvar Geir Magnússon
Yarmolenko yfirgefur West Ham í sumar
Andriy Yarmolenko.
Andriy Yarmolenko.
Mynd: Getty Images
Úkraínski vængmaðurinn Andriy Yarmolenko mun yfirgefa West Ham þegar samningur hans rennur út í júní.

Þessi 32 ára leikmaður er einn lauanhæsti leikmaður Hamranna og David Moyes hefur ákveðið að láta hann fara í sumar.

Yarmolenko var keyptur þegar Manuel Pellegrini var stjóri West Ham og kostaði 17,5 milljónir punda þegar hann var keyptur frá Borussia Dortmund 2018.

Hann hefur spilað 30 leiki fyrir West Ham á tímabilinu og skorað þrjú mörk.

Tvö af mörkunum, gegn Aston Villa og Sevilla, komu eftir tilfinningaríka endurkomu hans í liðið en hann fékk leyfi eftir innrás Rússa í heimaland hans.

Yarmolenko hefur spilað 106 landsleiki fyrir Úkraínu.

West Ham þarf tvö stig úr síðustu tveimur leikjum sínum til að tryggja sér þáttökurétt í Evrópukeppni.

Athugasemdir
banner
banner