Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 12. júní 2019 09:17
Elvar Geir Magnússon
Tyrkir virkuðu óundirbúnir og án leikplans
Icelandair
Tyrkir voru leiknir grátt í Laugardalnum.
Tyrkir voru leiknir grátt í Laugardalnum.
Mynd: Eyþór Árnason
Úrslitin á Laugardalsvelli í gær voru mikil vonbrigði fyrir Tyrki. Eftir að hafa lagt heimsmeistara Frakklands síðasta laugardag voru Tyrkir leiknir grátt af íslenska landsliðinu.

Tyrkneskir fjölmiðlamenn gagnrýna landslið sitt fyrir að hafa enn ekki tekist að bregðast við og loka á leikaðferð Íslands þó liðin hafi verið saman núna í þremur undankeppnum í röð.

Fjallað er um að Ísland spili enn 4-4-2 og sé með nánast sama mannskap en samt sem áður takist tyrkneska liðinu alls ekki að finna svör gegn því íslenska.

Tyrkir hafa aldrei náð að fagna sigri á Laugardalsvelli. Ísland hefur unnið átta af tólf leikjum sínum gegn Tyrklandi.

„Eftir að hafa unnið alla fimm leikina síðan Senol Gunes tók við kom að tapinu. Ísland hefði auðveldlega getað skorað fleiri mörk gegn andstæðingum sem virkuðu þreyttir, óundirbúnir og án leikplans," skrifar Emre Sarigul.

„Liðið virkaði skugginn af því liði sem vann Frakkland. Þetta verður þriggja hesta kapphlaup í H-riðli þar sem Frakkland, Tyrkland og Ísland eru jöfn að stigum eftir fjóra leiki."



Athugasemdir
banner
banner
banner