Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 12. júní 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Var frábær í Hollandi en fær ekki tækifæri hjá Dortmund
Alexander Isak.
Alexander Isak.
Mynd: Getty Images
Sænski sóknarmaðurinn Alexander Iska er að ganga í raðir spænska félagsins Real Sociedad.

Isak mun koma til Sociedad frá Borussia Dortmund í Þýskalandi.

Isak er aðeins 19 ára gamall. Hann fór frá AIK í Svíþjóð til Dortmund í janúar 2017. Talið er að Dortmund hafi borgað fyrir hann 9 milljónir evra. Núna, einu og hálfu ári seinna, er Dortmund að selja hann á 10 milljónir evra.

Isak var á láni hjá Willem II í hollensku úrvalsdeildinni á seinni hluta síðustu leiktíðar og skoraði hann þar 13 mörk í 16 leikjum í hollensku úrvalsdeildinni. Þrátt fyrir það virðist Dortmund ætla að selja hann.

Isak á að baki sex landsleiki fyrir Svíþjóð og hefur hann skorað tvö mörk í þeim.

Real Sociedad hafnaði í níunda sæti í spænsku úrvalsdeildarinnar á nýliðnu tímabili.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner