Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, er bjartsýnn á að liðið nái að blása á hrakspár og halda sæti sínu í Pepsi Max-deildinni í sumar.
„Ég er bjartsýnn á það. Auðvitað ætlum við okkur að enda ofar en 11. sætið, það er klárt," sagði Ásmundur.
„Ég er bjartsýnn á það. Auðvitað ætlum við okkur að enda ofar en 11. sætið, það er klárt," sagði Ásmundur.
Björn Berg Bryde og Stefan Ljubicic hafa verið orðaðir við Fjölni. Eru þeir á leið til félagsins?
„Það er ekkert staðfest eins og er en við erum að líta í kringum okkur hvaða möguleika við höfum. Hvort sem það eru þessi nöfn eða önnur. Eins og er þá er ekkert staðfest."
Fjölnir mætir Víkingi R. í fyrstu umferðinni á mánudaginn en í kjölfarið taka við leikir gegn Stjörnunni og Breiðabliki.
„Fyrirfram er þetta eins og flestir segja. Það er hægt að skipta þessu upp í tvær deildir. Topp sex og botn sex. Ef þú skiptir þessu þannig þá byrjar okkar deild ekki fyrr en í 4. umferð þannig að við getum verið slakir og haldið áfram með æfingaleikina," sagði Ási léttur í bragði.
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
























