Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 12. júní 2021 18:48
Victor Pálsson
2. deild: Leiknir kom til baka á Húsavík - Tvö rauð á Akranesi
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Leiknir F. vann sinn þriðja leik í 2. deild karla í sumar í dag er liðið mætti Völsungi á útivelli í sjöttu umferð.

Völsungur voru með forystuna eftir fyrri hálfleik en liðið skoraði mark þegar ein mínúta var eftir.

Leiknismenn mættu þó grimmir til leiks í seinni hálfleik og skoruðu þrjú mörk til að svara vel fyrir sig.

Leiknir er með níu stig í sjöunda sæti deildarinnar en Völsungur situr í því níunda með sjö stig.

Í hinum leik dagsins mættust Kári og Fjarðabyggð en þeim leik lauk með markalausu jafntefli.

Tvö rauð spjöld fóru á loft á Akranesi og það síðara á lokamínútu leiksins sem Páll Sindri Einarsson fékk hjá Kára.

Völsuingur 1 - 3 Leiknir F.
1-0 Bjarki Baldvinsson('44)
1-1 Inigo Arruti('53)
1-2 Marteinn Már Sverrisson('69)
1-3 Izaro Abella Sanchez('87)

Kári 0 - 0 Fjarðabyggð
Rautt spjald: Marinó Máni Atlason('74, Fjarðabyggð), Páll Sindrii Einarsson('90, Kári)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner