Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
banner
   mið 12. júní 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Missir Mykolenko af EM? - Aftur á meiðslalistanum
Mynd: Getty Images

Vitali Mykolenko leikmaður Everton og úkraínska landsliðsins meiddist í landsleik Úkraínu gegn Moldóvu í gær en hann mun gangast undir frekari rannsóknir í dag til að sjá hversu alvarleg meiðslin eru.


Mykolenko missti af endasprettinum hjá Everton vegna meiðsla en hann snéri aftur út á völlinn þegar hann spilaði fyrri hálfleikinn í 3-1 tapi gegn Póllandi laugardaginn.

Hann var í byrjunarliðinu þegar Úkraína vann Moldavíu 4-0 í síðasta vináttulandsleik liðsins fyrir EM en hann þurfti að fara af velli eftir hálftíma leik vegna meiðsla.

Eins og fyrr segir mun hann fara í frekari rannsóknir í dag og spurning hvort meiðslin muni hafa áhrif á þátttöku hans á EM.


Athugasemdir
banner
banner
banner