Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
banner
   mið 12. júní 2024 14:08
Elvar Geir Magnússon
Tottenham ræðir við Genoa um Albert
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: Getty Images
Il Secolo XIX segir að enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham sé í viðræðum við Genoa og hafi áhuga á að fá íslenska landsliðsmanninn Albert Guðmundsson.

Talað er um að Albert sé með 30-35 milljóna evra verðmiða. Inter vill fá hann en þarf fyrst að selja leikmenn til að skapa pláss fyrir Albert í fjárhagsramma sínum.

Albert var frábær fyrir Genoa á liðnu tímabili, skoraði sextán mörk og átti fimm stoðsendingar í 37 leikjum.

Tottenham er einnig að ræða við Genoa um Djed Spence sem lék með ítalska liðinu á lánssamningi. Genoa vill kaupa hann frá Tottenham.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner