Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   sun 12. júlí 2020 19:41
Magnús Þór Jónsson
Ágúst: Við bara mættum ekki til leiks
Mynd: Raggi Óla
Lærisveinar Ágústs Gylfasonar í Gróttu máttu þola skell í dag á heimavelli, 0-4 fyrir Skagamönnum.  Öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik og þrjú á fyrstu 18 mínútunum.

"Við bara mættum ekki til leiks, þeir voru strax búnir að setja á okkur mark og svo annað og þá varð þetta erfitt."

Lestu um leikinn: Grótta 0 -  4 ÍA

"Við fórum yfir hlutina í hálfleik og ætluðum að halda hreinu allavega í seinni hálfleik og það gekk eftir en þú þarft að mæta til leiks til að eiga séns í Skagamenn"

Eru svona sveiflur milli leikja eins og hjá Gróttunni núna hluti af lærdómsferli nýliða í efstu deild?

"Ég veit það nú ekki, við tökum tvo fyrstu leikina sem lærdóm og svo sýndum við klærnar í næstu þrem.  Fyrri hálfleikurinn hér var bara ekki nógu góður. Það er ekki boðlegt að vera 0-4 undir í hálfleik"

Skotinn Kieran McGrath var ekki með í dag, eru meiðslin alvarleg?

"Nei, þetta eru léttvæg meiðsl og við reiknum með að hann verði kominn fljótlega inn"

Næsti leikur Gróttu er á Akureyri við KA.  Hvernig leggst hann i Gústa?

"Það er kærkomið að fá aðeins lengra frí, í fyrra væri þetta ekki langt frí en nú er það mikið.  Við ætlum að koma tilbúnir í næsta leik".

Nánar er rætt við Ágúst í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner
banner
banner