Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 12. júlí 2020 21:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Jafnt hjá Napoli og Milan - Andri Fannar kom ekki við sögu
Kessie jafnaði úr vítaspyrnu.
Kessie jafnaði úr vítaspyrnu.
Mynd: Getty Images
Andri Fannar Baldursson.
Andri Fannar Baldursson.
Mynd: Andri Fannar
Napoli og AC Milan skildu jöfn er liðin mættust í stórleik í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Theo Hernandez kom Milan yfir fyrir leikhlé en Napoli jafnaði fyrir leikhlé og kom Dries Mertens, markahæsti leikmaður í sögu Napoli, liðinu yfir um miðbik síðari hálfleiks. Franck Kessie jafnaði fyrir Milan úr vítaspyrnu á 73. mínútu.

Napoli er í sjötta sæti með tveimur stigum meira en Milan sem er í sjöunda sæti. Þessi lið eru í baráttu um sæti í Evrópukeppni en það er nóg eftir af mótinu, sex umferðir.

Andri Fannar Baldursson var ónotaður varamaður þegar Bologna gerði 2-2 jafntefli við Parma á útivelli. Andri Fannar, sem er 18 ára, hefur komið við sögu í þremur deildarleikjum á þessari leiktíð fyrir Bologna, sem er í tíunda sæti. Parma er í tólfta sæti.

Genoa og Sampdoria unnu sína leiki, Fiorentina og Hellas Verona skildu jöfn og sömu sögu er að segja af Cagliari og Lecce. Hér að neðan má sjá öll úrslit dagsins og þar fyrir neðan er stöðutafla deildarinnar. Það gæti tekið tíma fyrir hana að uppfæra sig.

Parma 2 - 2 Bologna
0-1 Danilo ('3 )
0-2 Roberto Soriano ('16 )
1-2 Roberto Inglese ('90 )
2-2 Jasmin Kurtic ('90 )

Fiorentina 1 - 1 Verona
0-1 Davide Faraoni ('18 )
1-1 Patrick Cutrone ('90 )

Cagliari 0 - 0 Lecce

Napoli 2 - 2 Milan
0-1 Theo Hernandez ('20 )
1-1 Giovanni Di Lorenzo ('34 )
2-1 Dries Mertens ('60 )
2-2 Franck Kessie ('73 , víti)
Rautt spjald: Alexis Saelemaekers, Milan ('87)

Udinese 1 - 3 Sampdoria
1-0 Kevin Lasagna ('37 )
1-1 Fabio Quagliarella ('45 )
1-2 Federico Bonazzoli ('84 )
1-3 Manolo Gabbiadini ('90 )

Genoa 2 - 0 Spal
1-0 Goran Pandev ('24 )
1-0 Iago Falque ('37 , Misnotað víti)
2-0 Lasse Schone ('54 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 27 5 1 79 18 +61 86
2 Milan 33 21 6 6 64 39 +25 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 33 17 11 5 48 26 +22 62
5 Roma 32 16 7 9 57 38 +19 55
6 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
7 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 33 11 13 9 31 29 +2 46
11 Monza 33 11 10 12 35 43 -8 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 33 8 11 14 30 48 -18 35
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 33 7 10 16 31 44 -13 31
16 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
17 Udinese 32 4 16 12 30 48 -18 28
18 Frosinone 33 6 10 17 40 63 -23 28
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 33 2 9 22 26 70 -44 15
Athugasemdir
banner
banner
banner