Adeyemi tekur Arsenal fram yfir Man Utd - Sancho þarf að lækka launin um helming - Lewandowski til Fenerbahce?
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   fös 12. júlí 2024 20:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Sandra María: Vorum í þeirra sporum og tileinkum þeim sigurinn
Icelandair
Sandra María með dóttur sinni eftir leikinn.
Sandra María með dóttur sinni eftir leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta verður ekki betra en þetta. Ógeðslega gaman að klára þetta heima með stúkuna fulla," sagði Sandra María Jessen, leikmaður Íslands, eftir 3-0 magnaðan sigur gegn Þýskalandi í kvöld.

„Við gerðum þetta fyrir stelpurnar upp í stúku. Við vorum í þeirra sporum og tileinkum þeim sigurinn.".

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Þýskaland

Stelpurnar á Símamótinu fjölmenntu á völlinn til að styðja fyrirmyndirnar sínar. Þær stóðu sig eins og hetjur í stuðningnum.

„Þær voru þessi aukamaður sem þú vilt hafa, og líka allir bara sem mættu í stúkuna. Þetta sýnir hvað þetta skiptir miklu máli. Maður fann fyrir því inn á vellinum og maður hafði meiri orku því það var einhver að horfa á mann."

„Það eru rosalega mikil forréttindi að vera hluti af þessu liði. Ég vil berjast fyrir landið og það er rosalega gaman að ná í svona úrslit."

Það var mikil stemning í klefanum eftir leik og stelpurnar munu skemmta sér vel í kvöld.

„Ég held að allir geti ímyndað sér hvernig stemningin er. Það er öskur, hopp og læti. Þetta verður ekki skemmtilegra en þetta. Til þess er maður í fótbolta, fyrir svona leiki og fyrir svona sigra. Það eru brjáluð fagnaðarlæti. Við ætlum að njóta í kvöld og hafa gaman, en svo förum við niður á jörðina á morgun."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner