Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
   fös 12. júlí 2024 20:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Sandra María: Vorum í þeirra sporum og tileinkum þeim sigurinn
Icelandair
Sandra María með dóttur sinni eftir leikinn.
Sandra María með dóttur sinni eftir leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta verður ekki betra en þetta. Ógeðslega gaman að klára þetta heima með stúkuna fulla," sagði Sandra María Jessen, leikmaður Íslands, eftir 3-0 magnaðan sigur gegn Þýskalandi í kvöld.

„Við gerðum þetta fyrir stelpurnar upp í stúku. Við vorum í þeirra sporum og tileinkum þeim sigurinn.".

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Þýskaland

Stelpurnar á Símamótinu fjölmenntu á völlinn til að styðja fyrirmyndirnar sínar. Þær stóðu sig eins og hetjur í stuðningnum.

„Þær voru þessi aukamaður sem þú vilt hafa, og líka allir bara sem mættu í stúkuna. Þetta sýnir hvað þetta skiptir miklu máli. Maður fann fyrir því inn á vellinum og maður hafði meiri orku því það var einhver að horfa á mann."

„Það eru rosalega mikil forréttindi að vera hluti af þessu liði. Ég vil berjast fyrir landið og það er rosalega gaman að ná í svona úrslit."

Það var mikil stemning í klefanum eftir leik og stelpurnar munu skemmta sér vel í kvöld.

„Ég held að allir geti ímyndað sér hvernig stemningin er. Það er öskur, hopp og læti. Þetta verður ekki skemmtilegra en þetta. Til þess er maður í fótbolta, fyrir svona leiki og fyrir svona sigra. Það eru brjáluð fagnaðarlæti. Við ætlum að njóta í kvöld og hafa gaman, en svo förum við niður á jörðina á morgun."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner