Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
   fös 12. júlí 2024 20:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Sandra María: Vorum í þeirra sporum og tileinkum þeim sigurinn
Icelandair
Sandra María með dóttur sinni eftir leikinn.
Sandra María með dóttur sinni eftir leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta verður ekki betra en þetta. Ógeðslega gaman að klára þetta heima með stúkuna fulla," sagði Sandra María Jessen, leikmaður Íslands, eftir 3-0 magnaðan sigur gegn Þýskalandi í kvöld.

„Við gerðum þetta fyrir stelpurnar upp í stúku. Við vorum í þeirra sporum og tileinkum þeim sigurinn.".

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Þýskaland

Stelpurnar á Símamótinu fjölmenntu á völlinn til að styðja fyrirmyndirnar sínar. Þær stóðu sig eins og hetjur í stuðningnum.

„Þær voru þessi aukamaður sem þú vilt hafa, og líka allir bara sem mættu í stúkuna. Þetta sýnir hvað þetta skiptir miklu máli. Maður fann fyrir því inn á vellinum og maður hafði meiri orku því það var einhver að horfa á mann."

„Það eru rosalega mikil forréttindi að vera hluti af þessu liði. Ég vil berjast fyrir landið og það er rosalega gaman að ná í svona úrslit."

Það var mikil stemning í klefanum eftir leik og stelpurnar munu skemmta sér vel í kvöld.

„Ég held að allir geti ímyndað sér hvernig stemningin er. Það er öskur, hopp og læti. Þetta verður ekki skemmtilegra en þetta. Til þess er maður í fótbolta, fyrir svona leiki og fyrir svona sigra. Það eru brjáluð fagnaðarlæti. Við ætlum að njóta í kvöld og hafa gaman, en svo förum við niður á jörðina á morgun."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner