Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 12. ágúst 2020 22:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Björn orðaður við Lilleström - „Væri ósanngjarnt"
Björn Bergmann Sigurðarson.
Björn Bergmann Sigurðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson er orðaður við Lilleström í norskum fjölmiðlum.

Simon Mesfin, yfirmaður knattspyrnumála hjá Lilleström, segir í samtali við Romerikes Blad að hann hafi mikið rætt við Björn og að Skagamaðurinn geti ímyndað sér að snúa aftur til Lilleström ef tímapunkturinn er réttur. Hvort tímapunkturinn sé réttur núna á eftir að koma í ljós.

Björn Bergmann, sem er 29 ára, spilaði fyrir Lilleström frá 2009 til 2012 við góðan orðstír. Þaðan fór hann til Wolves í Englandi.

Björn Bergmann er samningsbundinn Rostov í Rússlandi en hann var á láni hjá APOEL í Kýpur síðustu mánuði. Hann spilaði hins vegar ekki leik þar áður en deildinni þar var aflýst vegna kórónuveirufaraldursins. Hinn norski Kare Ingebrigtsen, sem fékk Björn til APOEL, var rekinn í starfi eftir að Björn kom til félagsins.

Björn, sem á að baki 17 A-landsleiki fyrir Ísland og eitt landsliðsmark, hefur einnig verið orðaður við heimkomu í ÍA.

Lilleström er í dag í B-deildinni í Noregi og telur Ben Wells, sem er leikgreinandi fyrir norska boltann fyrir Football Radar - Lucas Arnold þeirra Norðmanna - að Björn yrði mikill fengur fyrir Lilleström.

„Björn Bergmann Sigurðarson í B-deild væri ósanngjarnt," skrifar Wells á Twitter.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner