Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 12. ágúst 2022 13:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Andrea Rán ekki lengur leikmaður Club America
Andrea í leik með landsliðinu.
Andrea í leik með landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir er ekki lengur á mála hjá Club America í Mexíkó, en þetta kemur fram í fjölmiðlum þar í landi.

Andrea gekk í raðir félagsins fyrr á þessu ári eftir frekar eftir misheppnaða dvöl hjá Houston Dash í bandaríska boltanum.

Andrea Rán lék fyrir Breiðablik og Le Havre áður en hún gekk í raðir Houston.

Í vef fjölmiðilsins Futbol Total kemur fram að það hafi verið miklar væntingar gerðar til Andreu hjá Club America en hún hafi ekki staðist þær og spilað lítið. Ángel Villacampa, nýr þjálfari liðsins, hafi ekki haft not fyrir Andreu og því hafi verið tekin ákvörðun um að hún verði ekki áfram hjá félaginu.

Það er ekki vitað hvað næsta skref Andreu verður, en það er áhugavert að hún hafi ekki komið heim í Breiðablik áður en félagaskiptaglugginn lokaði í síðasta mánuði.

Andrea, sem er 26 ára, á að baki 12 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.
Athugasemdir
banner
banner
banner