Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 12. ágúst 2022 11:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danijel sé tilbúinn að taka við keflinu - „Hann á heima á þessu sviði"
Danijel fagnar marki sínu í gær.
Danijel fagnar marki sínu í gær.
Mynd: Adam Ciereszko
Kristall Máni Ingason.
Kristall Máni Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danijel Dejan Djuric kom sterkur inn í lið Víkings í leiknum gegn Lech Poznan í forkeppni Sambandsdeildarinnar í gær.

Lestu um leikinn: Lech Poznan 4 -  1 Víkingur R.

Lech fékk fjöldann allan af færum til að ganga frá einvíginu en Ingvar Jónsson var magnaður í marki Víkinga. Á lokasekúndu leiksins jafnaði svo varamaðurinn Danijel Dejan metin fyrir Víkinga. Með gömlu reglunum um útivallarmörk þá hefðu Víkingar tryggt sig áfram með því marki.

Danijel Dejan, sem er 19 ára, gekk í raðir Víkinga á dögunum eftir að hafa leikið með unglingaliðum Midtjylland. Það er ljóst að þarna er á ferðinni mjög spennandi leikmaður.

„Hann er búinn að koma sterkur inn í þetta. Hann sýndi það og sannaði að hann á bjarta framtíð. Hann á heima þessu sviði," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, við Fótbolta.net eftir leik.

Leikmaður á hans kaliberi hefði klárlega hjálpað
Arnar var spurður að því eftir leik hvort hann hefði ekki viljað hafa Kristal Mána Ingason í þessu einvígi, en Kristall var stórkostlegur með Víkingum fyrri hluta sumars. Hann var nýverið seldur til Rosenborg, sem er stórlið í Noregi.

„Leikmaður á hans kaliberi hefði klárlega hjálpað til," sagði Arnar.

„En svona er raunveruleikinn á Íslandi; við fengum gott tilboð og það var rétta skrefið fyrir hann að fara erlendis. Ég tala nú ekki um til svona félags. Við fengum Danijel til baka í staðinn og hann hefur sýnt það og sannað að hann er tilbúinn að taka við keflinu - og gott betur en það."

Kristall hefði svo sannarlega hjálpað Víkingum í þessu einvígi, en félagið fékk gott tilboð - bæði fyrir félagið og hann. Því var það talið best að leyfa honum að fara á þessum tímapunkti og taka stökkið út í atvinnumennsku hjá mjög öflugu félagsliði.


Athugasemdir
banner
banner
banner