Birmingham hefur tilkynnt um komu Alfonsar Sampsted til félagsins. Hann kemur á láni frá hollenska félaginu Twente og kynnir Birmingham komu hans á skemmtilegan hátt.
Alfons verður á láni hjá Birmignham í vetur frá Twente og er enska félagið með kaupmöguleika á íslenska landsliðsmanninum.
Gömul mynd af yngri flokka liði Breiðabliks er birt og sagt að tveir leikmenn úr því liði séu núverandi leikmenn Birmingham. Það eru þeir Willum Þór Willumsson og Alfons Sampsted.
Alfons verður á láni hjá Birmignham í vetur frá Twente og er enska félagið með kaupmöguleika á íslenska landsliðsmanninum.
Gömul mynd af yngri flokka liði Breiðabliks er birt og sagt að tveir leikmenn úr því liði séu núverandi leikmenn Birmingham. Það eru þeir Willum Þór Willumsson og Alfons Sampsted.
Félagaskiptin hafa legið í loftinu síðustu daga. Alfons sagði frá því í síðustu viku að hann væri að líta í kringum sig og vildi fá að spila meira en hann gerði í Hollandi. Degi síðar var hann orðaður við Birmingham.
Birmingham var í leit að hægri bakverði til að veita gamla Manchester United leikmanninum, Ethan Laird, samkeppni. Birmingham er í ensku C-deildinni og gerði jafntefli gegn Reading á laugardag í fyrstu umferð deildarinnar.
Hann og Willum léku saman í yngri flokkum Breiðabliks og hafa svo leikið saman með landsliðinu.
Alfons er 26 ára og á að baki 21 landsleik. Hann kom til Twente frá Bodö/Glimt í janúar 2022 og er samningsbundinn hollenska félaginu út tímabilið 2025/26.
„Ég er mjög ánægður. Þetta hefur legið í loftinu í nokkra daga en það er mjög gott að allt sé orðið klárt."
„Síðustu 24 tímana hef ég beðið eftir jákvæðu svari frá félögunum að ég geti ferðast hingað. Ég tók lestina til Amsterdam og var hjá félaga mínum sem býr fimm mínútum frá flugvellinum, var klár í að hoppa um borð í flugvél," segir Alfons við BluesTV.
Hann verður í treyju númer 23 hjá Birmingham.
Did you know, there's not one, but ???????????? current Blues players in this picture... ???? pic.twitter.com/lpSn0uHqW4
— Birmingham City FC (@BCFC) August 12, 2024
Athugasemdir