Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
banner
   mán 11. september 2023 22:03
Brynjar Ingi Erluson
Willum: Alltaf gaman að spila með besta vini sínum
Icelandair
Willum á ferðinni gegn Bosníu í kvöld
Willum á ferðinni gegn Bosníu í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Alfons Sampsted og Willum voru öflugir á hægri vængnum í kvöld
Alfons Sampsted og Willum voru öflugir á hægri vængnum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Willum Þór Willumsson mætti aftur inn í byrjunarliði íslenska landsliðsins eftir að hafa tekið út bann og segir hann tilfinninguna hafa verið góða að ná í sætan 1-0 sigur á Bosníu og Hersegóvínu á Laugardalsvelli í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  0 Bosnía og Hersegóvína

Willum kom sterkur inn í liðið í undankeppninni á síðasta ári en fékk rauða spjaldið í 1-0 tapinu gegn Portúgal og var því ekki með á móti Lúxemborg á föstudag.

Hann kom öflugur inn í liðið í dag og náði að þreyta Bosníumenn verulega. Willum segir þetta hafa verið mikilvægt að landa sigrinum.

„Ótrúlega vel. Við lögðum hart að okkur, hlupum allan leikinn og uppskárum í lokin. Þetta var geggjuð tilfinning.“

„Það var geggjað. Hann var búinn að setja hann í netið nokkrum mínútum fyrr og það var rangstaða og svo sá maður hann fara inn þarna og bara geggjuð tilfinning,“
sagði Willum um markið sem Alfreð Finnbogason skoraði í uppbótartíma, en Willum fór sjálfur af velli þegar stundarfjórðungur var eftir. „Ég hefði alveg getað spilað 90 mínútur en taktískar breytingar. Ég held að það hafi bara verið það.“

Íslenska liðið varðist afar djúpt á vellinum og voru þeir Willum og Mikael Neville Anderson í því hlutverki að detta nánast í bakvarðarstöðurnar mest allan leikinn.

„Auðvitað lágum við dálítið djúpt niðri og sérstaklega í seinni hálfleik en þetta var bara að fara 'back to basics' og verja markið, halda hrienu loksins og skora mark í uppbótartíma. Við byrjum á varnarleiknum og byggjum ofan á það.“

„Maður fann að það var mjög góð tilfinning og líka bara hvað við lögðum mikla vinnu í leikinn og bara koma til baka eftir Lúxemborg.“


Willum spilaði á hægri vængnum, fyrir ofan Alfons Sampsted, fyrrum liðsfélaga sinn í Breiðabliki, en þeir hafa þekkst frá blautu barnsbeini og eru bestu vinir.

„Það er gaman. Við höfum þekkst síðan við vorum 3-4 ára og spilað lengi saman. Við erum nálægt hvorum öðrum í Hollandi og alltaf gaman að spila með besta vini sínum og á hægri kantinum. við vinnum vel saman og það er bara alltaf gaman,“ sagði Willum í lokin.
Athugasemdir
banner