Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   mán 11. september 2023 22:03
Brynjar Ingi Erluson
Willum: Alltaf gaman að spila með besta vini sínum
Icelandair
Willum á ferðinni gegn Bosníu í kvöld
Willum á ferðinni gegn Bosníu í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Alfons Sampsted og Willum voru öflugir á hægri vængnum í kvöld
Alfons Sampsted og Willum voru öflugir á hægri vængnum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Willum Þór Willumsson mætti aftur inn í byrjunarliði íslenska landsliðsins eftir að hafa tekið út bann og segir hann tilfinninguna hafa verið góða að ná í sætan 1-0 sigur á Bosníu og Hersegóvínu á Laugardalsvelli í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  0 Bosnía og Hersegóvína

Willum kom sterkur inn í liðið í undankeppninni á síðasta ári en fékk rauða spjaldið í 1-0 tapinu gegn Portúgal og var því ekki með á móti Lúxemborg á föstudag.

Hann kom öflugur inn í liðið í dag og náði að þreyta Bosníumenn verulega. Willum segir þetta hafa verið mikilvægt að landa sigrinum.

„Ótrúlega vel. Við lögðum hart að okkur, hlupum allan leikinn og uppskárum í lokin. Þetta var geggjuð tilfinning.“

„Það var geggjað. Hann var búinn að setja hann í netið nokkrum mínútum fyrr og það var rangstaða og svo sá maður hann fara inn þarna og bara geggjuð tilfinning,“
sagði Willum um markið sem Alfreð Finnbogason skoraði í uppbótartíma, en Willum fór sjálfur af velli þegar stundarfjórðungur var eftir. „Ég hefði alveg getað spilað 90 mínútur en taktískar breytingar. Ég held að það hafi bara verið það.“

Íslenska liðið varðist afar djúpt á vellinum og voru þeir Willum og Mikael Neville Anderson í því hlutverki að detta nánast í bakvarðarstöðurnar mest allan leikinn.

„Auðvitað lágum við dálítið djúpt niðri og sérstaklega í seinni hálfleik en þetta var bara að fara 'back to basics' og verja markið, halda hrienu loksins og skora mark í uppbótartíma. Við byrjum á varnarleiknum og byggjum ofan á það.“

„Maður fann að það var mjög góð tilfinning og líka bara hvað við lögðum mikla vinnu í leikinn og bara koma til baka eftir Lúxemborg.“


Willum spilaði á hægri vængnum, fyrir ofan Alfons Sampsted, fyrrum liðsfélaga sinn í Breiðabliki, en þeir hafa þekkst frá blautu barnsbeini og eru bestu vinir.

„Það er gaman. Við höfum þekkst síðan við vorum 3-4 ára og spilað lengi saman. Við erum nálægt hvorum öðrum í Hollandi og alltaf gaman að spila með besta vini sínum og á hægri kantinum. við vinnum vel saman og það er bara alltaf gaman,“ sagði Willum í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner