Alfons Sampsted er að horfa í kringum sig eins og hann sagði í viðtali við Fótbolta.net í gær. Talsverður möguleiki er á því að hann spili ekki með Twente í vetur og haldi annað.
Hann er í dag orðaður við enska félagið Birmingham og ef hann fer þangað þá verður hann liðsfélagi Willums Þórs Willumssonar. Þeir eru jafnaldrar, báðir uppaldir hjá Blikum og eru mjög góðir vinir. Birmingham er í ensku C-deildinni og markmiðið á tímabilinu að komast beint upp aftur.
Hann er í dag orðaður við enska félagið Birmingham og ef hann fer þangað þá verður hann liðsfélagi Willums Þórs Willumssonar. Þeir eru jafnaldrar, báðir uppaldir hjá Blikum og eru mjög góðir vinir. Birmingham er í ensku C-deildinni og markmiðið á tímabilinu að komast beint upp aftur.
„Þeir eru að leita að hægri bakverði og það eru viðræður í gangi. Alfons er ekki farinn ennþá, en ég býst við því að það gerist," segir hollenski blaðamaðurinn Leon ten Voorde í hlaðvarpsþættinum De Ballen Verstand. Hann nefnir einnig vinasamband Willums og Alfonsar og leggur saman einn plús einn í þeim efnum.
Hann býst við því að Twente reyni að halda í Alfons fram yfir seinni leikinn gegn Salzburg svo þeir verði örugglega með mann í bakvarðarstöðuna í þeim leik. Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Salzburg eftir leik liðanna í Austurríki. Liðin spila um umspilssæti fyrir riðlakeppni Meistaradeildarinnar í næstu viku. Youri Regeer spilaði allan leikinn í Austurríki og fékk ekki góða dóma fyrir sína frammistöðu.
Ten Voorde segir að stuðningsmenn Twente hafi kallað eftir Alfons í byrjunarliðið í síðasta leik.
Fjallað er um að Bart van Rooij hjá NEC Nijmegen gæti farið til Twente ef Alfons færir sig um set. Framundan hjá Twente er einmitt leikur gegn NEC í deildinni og svo tekur liðið á móti Salzburg í næstu viku.
Alfons gekk í raðir Twente í vetrarglugganum 2023 og er samningsbundinn félaginu fram á sumarið 2026.
Athugasemdir