Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
   fös 09. ágúst 2024 11:01
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alfons á förum frá Twente til Birmingham
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfons Sampsted er við það að yfirgefa Twente og er enska félagið Birmingham að kaupa íslenska landsliðsbakvörðinn.

Hann var ekki á æfingu Twente í dag og verður ekki í hópnum þegar liðið mætir NEC Nijmegen í fyrstu umferð hollensku deildarinnar. Það hollenski blaðamaðurinn Leon ten Voord sem greinir frá.

Alfons kom til Twente frá Bodö/Glimt í janúar 2022 og er samningsbundinn hollenska félaginu fram á sumarið 2026 og þarf því að kaupa hann lausan.

Alfons sagði við Fótbolta.net í vikunni að hann vildi fá að spila meira og hafa málin þróast hratt í kjölfarið.
Athugasemdir
banner
banner
banner