Harvey Elliott var lánaður frá Liverpool til Aston Villa í félagaskiptaglugganum. Samkeppnin um mínútur hjá Liverpool var mikil og Aston Villa vildi styrkja sóknarleikinn.
Miðjmaðurinn var lánaður til Villa með 35 milljóna punda kaupskyldu. Arne Slot segir best fyrir alla aðila að þessi skipti hafi gengið í gegn.
Miðjmaðurinn var lánaður til Villa með 35 milljóna punda kaupskyldu. Arne Slot segir best fyrir alla aðila að þessi skipti hafi gengið í gegn.
„Harvey er á mjög góðum stað og kominn í mjög gott félag," segir Slot.
„Þetta er best fyrir alla aðila. Hann fékk ekki þann leiktíma sem hann örugglega átti skilið miðað við gæðin sem hann býr yfir og hann bar sig vel."
„Hann er algjörlega tilbúinn núna til þess að sýna gæðin sem hann býr yfir hjá Aston Villa," segir Slot.
Elliott er 22 ára og gæti þreytt frumraun sína með Aston Villa gegn Everton á morgun.
Athugasemdir