Andri Lucas Guðjohnsen er orðinn leikmaður Blackburn í Englandi og gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir félagið um helgina.
Stuðningsmenn liðsins eru spenntir fyrir honum og ekki síst eftir að hann skoraði fyrir Ísland gegn Frakklandi í undankeppni HM núna á dögunum.
Stuðningsmenn liðsins eru spenntir fyrir honum og ekki síst eftir að hann skoraði fyrir Ísland gegn Frakklandi í undankeppni HM núna á dögunum.
Samfélagsmiðlateymi Blackburn hefur verið að kynna Andra Lucas til leiks fyrir stuðningsmönnum en í vikunni var birt myndband þar sem hann var spurður út í ýmislegt.
Í myndbandinu var hann meðal annars spurður að því hvaða þjálfari hefur haft mestu áhrifin á hann.
„Ég var með Raúl Gonzalez í B-liðinu hjá Real Madrid og hann hafði mikil áhrif á mig en stærstu áhrifin hafði Freyr Alexandersson hjá Lyngby," sagði Andri Lucas.
Svo var Andri spurður hver var þitt fyrsta átrúnaðargoð í fótbolta? Ekki mjög erfið spurning fyrir hann.
„Ég verð að segja pabbi minn," sagði Andri en faðir hans er auðvitað Eiður Smári Guðjohnsen.
Hér fyrir neðan má sjá myndbandið en Andri er með skemmtilegan enskan hreim. Hann fæddist í Englandi þar sem faðir hans spilaði þar með Chelsea og öðrum félögum.
1? 'My Firsts' with the man who netted against France last night @AndriLucasG ????????#Rovers ?????? pic.twitter.com/zvVBaz3INn
— Blackburn Rovers (@Rovers) September 10, 2025
Athugasemdir