Liam Delap, framherji Chelsea, meiddist í leik Chelsea gegn Fulham fyrir landsleikjahlé. Fyrr í þessari viku var sagt frá því að hann yrði frá fram í nóvember.
Sagt var frá því að Delap yrði frá í tíu vikur en hann gæti orðið frá í allt að tólf vikur og því ekki klár fyrr en í desember.
Sagt var frá því að Delap yrði frá í tíu vikur en hann gæti orðið frá í allt að tólf vikur og því ekki klár fyrr en í desember.
Chelsea kallaði Marc Guiu til baka úr láni frá Sunderland daginn sem Delap meiddist. Nicolas Jackson, annar framherji, var svo seldur til Bayern München degi síðar.
Chelsea er ekki með marga kosti í fremstu línu en er þó með þá Guiu og Joao Pedro. Ty George lék þá í stöðu fremsta manns gegn Fulham.
Chelsea mætir Brentford á morgun og Cole Palmer er tæpur fyrir þann leik.
Delap var markahæsti leikmaður Ipswich á síðasta tímabili, skoraði tólf mörk í 37 úrvalsdeildarleikjum. Hann var svo keyptur til Chelsea snemma í vor.
Athugasemdir