Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
   fös 12. september 2025 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Slot hrósaði sænska landsliðsþjálfaranum í hástert
Isak gekk í raðir Liverpool fyrir landsleikjahlé.
Isak gekk í raðir Liverpool fyrir landsleikjahlé.
Mynd: Liverpool
Arne Slot hrósaði Jon Dahl Tomasson, landsliðsþjálfara Svíþjóðar í hástert, á fréttamannafundi í dag. Alexander Isak var hluti af sænska landsliðshópnum í síðasta landsleikjaverkefni en spilaði afar lítið.

Isak er ekki í neinu leikformi eftir að hafa farið í verkfall hjá Newcastle til að þrýsta í gegn skiptum til Liverpool. Hann mun fara hægt af stað með Liverpool.

„Sænski landsliðsþjálfarinn á skilið mikið hrós því hann fær einn besta framherja heims í hendurnar og er á leið í tvo mikilvæga landsleiki. Hann skilur það samt að ef hann spilar honum 90 mínútur í báðum leikjunum, þá meiðist hann í margar vikur," sagði Slot við fréttamenn í dag.

„Það er ekki alltaf auðvelt fyrir þjálfara að hugsa um hagsmuni leikmannsins."

„Ekki búast við því að Alex muni spila 90 mínútur í hverjum einasta leik strax. Það mun alls ekki gerast á næstu vikum," sagði Slot.

Isak kom ekkert við sögu hjá Newcastle á undirbúningstímabilinu.

„Hann missti af öllu undirbúningstímabilinu og hefur ekkert verið með á liðsæfingum hjá Newcastle. Við verðum að byggja hann upp hægt og rólega. Við höfum ekki keypt hann bara fyrir næstu tvær vikur, hann verður hér næstu sex árin."

Isak gæti fengið sínar fyrstu mínútur á sunnudaginn þegar Liverpool mætir Burnley.
Athugasemdir
banner