Rúben Amorim, stjóri Manchester United, hefur staðfest að Altay Bayindir verði í markinu hjá United í nágrannaslagnum gegn Manchester City á sunnudag
Senne Lammens var keyptur frá Antwerp á gluggadag en hann byrjar ekki þennan leik.
Senne Lammens var keyptur frá Antwerp á gluggadag en hann byrjar ekki þennan leik.
Bayindir hefur byrjað fyrstu þrjá leiki tímabilsins í markinu hjá United og verið slakur. Hann hefur gert slæm mistök gegn bæði Arsenal og Burnley.
„Þeir munu berjast um stöðuna," sagði Amorim um Bayindir og Lammens.
Amorim staðfesti jafnframt á fréttamannafundi að Matheus Cunha, Mason Mount og Diogo Dalot missi allir af leiknum vegna meiðsla.
Athugasemdir