Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
   fös 12. september 2025 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grealish leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn á ferlinum
Jack Grealish.
Jack Grealish.
Mynd: Everton
Jack Grealish hefur verið valinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn á sínum ferli.

Grealish var ekki í plönum Manchester City og var því lánaður til Everton þar sem hann hefur farið feiknavel af stað.

Grealish hefur lagt upp fjögur mörk í tveimur leikjum sem hann hefur byrjað en hann kom inn af bekknum í fyrsta leiknum gegn Leeds.

Hann er jafnframt fyrsti leikmaður Everton til að vinna þessi verðlaun frá því Dominic Calvert-Lewin gerði það í september árið 2020.

Þjálfari mánaðarins er Arne Slot, stjóri Liverpool en hans menn unnu alla þrjá leiki sína í ágúst.
Athugasemdir
banner
banner