Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
   þri 12. október 2021 18:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kolbeinn: Þú veist hvernig dómarar eru
Markvörður Portúgals átti leik lífs síns
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er alveg hrikalega svekkjandi. Mér fannst við gera nóg til að vinna, sköpuðum fullt af færum og vorum að spila heilt yfir vel," sagði fyrirliðinn Kolbeinn Þórðarson eftir svekkjandi tap U21 landsliðsins gegn Portúgal í dag.

Lestu um leikinn: Ísland U21 0 -  1 Portúgal U21

Portúgal komst yfir frekar snemma í seinni hálfleiknum en Ísland kom boltanum í netið í uppbótartíma. Þá ávað velski dómari leiksins að flauta í flautu sína og dæma Valgeir Lunddal brotlegan.

„Mér fannst þetta ekki vera brot, þú veist hvernig dómarar eru, ef markvörður fer upp í loftið og öskrar þá er alltaf dæmt brot. Hann var bara klókur, öskraði nógu hátt og fékk brotið."

Kolbeinn var ekki sáttur við gula spjaldið sem hann fékk í leiknum. Varstu heilt yfir ósáttur við dómarann? „Nei, nei, ég var ekkert ósáttur. Það var pirrandi að fá svona ódýrt gult, ég veit ekki hvað þarf að fá mörg til að fara í bann, held tvö eða þrjú. Það er leiðinlegt að fá spjald fyrir eitthvað svona. Þetta var lítið og ég var ósáttur við það."

Kolbeinn var ánægður með spilamennsku liðsins. „Við erum með hörkulið, með bullandi sjálfstraust og ætlum okkur á EM."

Er svekkjandi hversu öfugur marvörður þeirra var í þessum leik, kom í veg fyrir mark oft og mörgum sinnum?

„Já, ég myndi segja að þessi markmaður hafi átt leik lífs síns. Ég hef aldrei séð hann áður en hann var alveg magnaður," sagði Kolbeinn sem var að lokum spurur út í stöðu sína hjá félagsliði sínu Lommel í Belgíu.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan
Athugasemdir
banner