Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   þri 12. október 2021 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
McManaman um Ísland: Vonandi komast þeir aftur á stórmót
Icelandair
Steve McManaman.
Steve McManaman.
Mynd: Getty Images
Liverpoolklúbburinn á Íslandi hélt árshátíð sína um síðustu helgi. Heiðursgestur var hinn geðþekki Steve McManaman sem gerði garðinn frægan með Liverpool á árunum 1990-1999 og lék alls 272 leiki og skoraði 46 mörk fyrir félagið.

McManaman sem síðar á ferlinum lék með Real Madrid og Manchester City hefur getið sér gott orð í sjónvarpi á síðastliðnum árum sem sérfræðingur á BT Sport.

Hann gaf sér tíma til að spjalla við fréttamanna Fótbolta.net. Hann var þar spurður út í íslenska landsliðið og hvort hann hefði eitthvað fylgst með liðinu í starfi sínu sem sérfræðingur um fótbolta.

„Smávegis, ekki mjög mikið. Ég var auðvitað á leiknum þegar þeir unnu England 2016. Ég horfði á leikinn og þeir voru frábærir. England voru skelfilegir," sagði McManaman.

„Ég veit að síðan þá hafa verið margar breytingar. Það eru að koma nýir leikmenn inn. Ég óska þeim alls hins besta. Vonandi komast þeir aftur á stórmót."

Besti leikmaður sem hann hefur spilað með?
McManaman átti glæstan feril og hann spilaði með mörgum frábærum leikmönnum. Hann var spurður í viðtalinu hver væri sá besti sem hann hefði spilað með. Það var erfið spurning fyrir hann og nefndi hann fjölmörg nöfn.

Hann nefndi menn eins og John Barnes, Paul Gascoigne og Roberto Carlos. „Það er erfitt að velja einn leikmann. Ég vel vanalega leikmenn framarlega á vellinum því ég var þannig leikmaður. Ég myndi velja Zizou (Zidane)."

Allt viðtalið má sjá hér að neðan.
Steve McManaman í viðtali við Fótbolta.net
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner