Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 13. apríl 2021 17:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Steini: Ekki ætlunin að búa til einhvern svakalegan Tiki-taka bolta
Icelandair
Á hliðarlínunni í dag.
Á hliðarlínunni í dag.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Marki Íslands fagnað
Marki Íslands fagnað
Mynd: Getty Images
Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson sat fyrir svörum á fréttamannafundi eftir 1-1 jafnteflu gegn Ítalíu í æfingaleik ytra. Þetta var annar leikur liðanna í landsleikjaglugganum en fyrri leikurinn endaði með 1-0 sigri Ítala.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði mark Íslands seint í fyrri hálfleik en Ítalir komust yfir strax á fyrstu mínútu leiksins.

Hér má nálgast textalýsingu frá leiknum.

Flest svör Steina við spurningum fréttamanna má sjá hér en í kvöld verða birt svör við öðrum sérvöldum spurningum.

Hvaða lærdóm dreguru helst af þessum tveimur leikjum?
„Ég er bara sáttur að mörgu leyti við þessa tvo leiki. Í dag fáum við á okkur mark á fyrstu mínútunni og fyrstu tíu, tuttugu mínúturnar voru erfiðar. Mér finnst við ná að vinna okkur vel inn í leikinn og náum skrekknum úr okkur. Heilt yfir fannst mér báðir leikirnir vera góð svör við því sem við höfum verið að gera undanfarna daga," sagði Steini.

„Maður bjóst alveg við því í dag að það yrði smá óöryggi í taktínni þar sem við gerðum sjö breytingar milli leikja og leikmenn að koma inn og það kom okkur ekki á óvart að það tæki smá tíma til að ná áttum. Ég er sáttur við þessa tvo leiki að flestu leyti.“

Fannst þér sóknarleikurinn betri í þessum leik en síðast?
„Við fengum fleiri góðar stöður, man ekki hvort við fengum fleiri færi en Berglind fékk t.d. tvö ágætis færi. Við fengum fleiri góðar sóknarstöður og náðum að spila betur inn í pláss sem sköpuðu tækifæri. Það voru sendingar og ákvarðanatökur á síðasta þriðjung sem við þurfum að vinna í. Heilt yfir fannst mér við ná að opna þær betur en síðast. Það er tilfinning mín núna beint eftir leik.“

Hvað gerist í fyrsta markinu og hvað heppnast í jöfnunarmarkinu?
„Í fyrsta markinu ná þær að komast á bakvið okkur á vængnum, verður smá misskilningur í færslu og hún nær að stinga sér fram fyrir. Í markinu okkar náum við að halda í boltann, færa hann inn í teig og Berglind leggur út og Karólína skorar. Það var fínt mark og maður er sáttur við að skora í þessari ferð, það er ágætis byrjun.“

Varðandi leikmannahópinn, það eru allir leikmenn sem spila nema Telma. Var það planið þegar valið var í hópinn? Hvernig er staðan á Berglindi Rós Ágústsdóttur, er hún heil?
„Það eru allar heilar og planið var að allar fengju að spila eitthvað. Það er eins og það er og maður tekur ákvörðun um hversu margar mínútur leikmenn fá. Það getur verið misjafnt.“

Var einhver í stærra hlutverki en hugmyndin var í upphafi þar sem Dagný Brynjarsdóttir datt út?
„Já, við létum kannski Alexöndru og Gunný spila meira en planið var. Ég var ekki búinn að teikna nákvæmlega upp mínútufjölda. Eins og í leiknum í dag var ég ekki búinn að ákveða eins marga hluti fyrir leikinn eins og ég var fyrir leikinn á laugardag. Í síðasta leik var ég búinn að plana meiri partinn af skiptingunum en núna var ég búinn að plana miklu minna.“

Varðandi standið á liðinu og taktíkina. Er langt í að liðið geti farið að spila þennan fótbolta sem þú vilt spila?
„Við náðum að koma ákveðnum hlutum frá okkur og inn í leikmannahópinn. Það hefur gengið ágætlega vel og erum sáttir með það. Auðvitað er þetta enginn Tiki-taka bolti en við viljum halda í bolta þegar við getum það og þurfum að verjast þegar við erum ekki með boltann. Svo erum við með leiðir varðandi hvað viljum gera með boltann, bæði sóknarlega og varnarlega."

„Þetta tekur tíma og það tekur lengri tíma til að búa til sóknarleik. Í grunninn er auðveldara að búa til varnarleik en sóknarleik. Við gerum okkur alveg grein fyrir því að við erum ekki að fara búa til glimrandi sóknarleik eða einhvern svakalegan Tiki-taka bolta, það er ekkert ætlunin. Þróunin var fín í þessari ferð og það voru ákveðnir hlutir sem við vorum ekki að gera í síðasta leik sem við vildum laga og þeir komu inn í þessum leik. Ég er sáttur við þetta.“


Hvernig er framhaldið hjá þér og liðinu?
„Það verður dregið 30. apríl í undankeppni HM og í júní er vináttuleikjagluggi þar sem við vonumst eftir að fá tvo góða andstæðinga í. Síðan er bara undankeppni í september, október og nóvember væntanlega. Árið er þannig séð klárt,“ sagði Steini.
Athugasemdir
banner
banner
banner