Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
   lau 13. apríl 2024 21:38
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Markalaust í nágrannaslagnum
Juventus tapaði stigum gegn Torino
Juventus tapaði stigum gegn Torino
Mynd: Getty Images
Það var ekki boðið upp á flugeldasýningu í leikjunum þremur í Seríu A á Ítalíu í dag.

Bologna, sem hefur verið eitt besta lið deildarinnar, gerði markalaust jafntefli við Monza.

Heimamenn í Bologna voru með öll völd á leiknum en vantaði þó upp á á síðasta þriðjungi vallarins. Riccardo Orsoloni var mesta ógn Bologna og fékk hann nokkur færi til að skora en þetta var ekki hans dagur.

Lecce vann þá Empoli 1-0. Nicola Sansone skoraði eina mark dagsins í deildinni en það kom á 89. mínútu. Gæti reynst mikilvægt mark fyrir Lecce sem er í 13. sæti með 32 stig, sex stigum fyrir ofan fallsæti.

Torino og Juventus gerðu markalaust jafntefli í nágrannaslag í Tórínó.

Juventus var með öll völd á fyrri hálfleiknum. Dusan Vlahovic klúðraði dauðafæri er hann var um einum metra frá markinu en Vanja Milinkovic-Savic varði með löppunum.

Torino var að éta varnarmann Juventus í loftinu. Fyrirgjafir Torino voru nákvæmar en vantaði upp á gæðin í afgreiðslunum.

Niðurstaðan markalaust jafntefli. Juventus er í 3. sæti með 63 stig en Torino í 9. sæti með 45 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Bologna 0 - 0 Monza

Lecce 1 - 0 Empoli
1-0 Nicola Sansone ('89 )

Torino 0 - 0 Juventus
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 37 29 6 2 87 20 +67 93
2 Milan 37 22 8 7 73 46 +27 74
3 Bologna 37 18 14 5 54 30 +24 68
4 Juventus 37 18 14 5 52 31 +21 68
5 Atalanta 36 20 6 10 67 39 +28 66
6 Roma 37 18 9 10 64 44 +20 63
7 Lazio 37 18 6 13 48 38 +10 60
8 Fiorentina 36 15 9 12 55 42 +13 54
9 Torino 37 13 14 10 36 33 +3 53
10 Napoli 37 13 13 11 55 48 +7 52
11 Genoa 37 11 13 13 43 45 -2 46
12 Monza 37 11 12 14 39 49 -10 45
13 Verona 37 9 10 18 36 49 -13 37
14 Lecce 37 8 13 16 32 54 -22 37
15 Cagliari 37 8 12 17 40 65 -25 36
16 Frosinone 37 8 11 18 44 68 -24 35
17 Udinese 37 5 19 13 36 53 -17 34
18 Empoli 37 8 9 20 27 53 -26 33
19 Sassuolo 37 7 8 22 42 74 -32 29
20 Salernitana 37 2 10 25 29 78 -49 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner