Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 13. maí 2019 17:15
Arnar Daði Arnarsson
Ingimar Elí í ÍA (Staðfest)
Ingimar Elí í leik með HK.
Ingimar Elí í leik með HK.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Miðjumaðurinn, Ingimar Elí Hlynsson hefur gengið til liðs við ÍA frá HK.

Ingimar lék aðeins fjóra leiki með HK í Inkasso-deildinni síðasta sumar áður en hann flutti til Englands vegna vinnu. Nú hefur hann fengið félagaskipti yfir í ÍA.

Hann þekkir vel til á Skaganum en hann lék með liðinu sumrin 2014 og 2015. Auk ÍA og HK hefur hann einnig leikið með KF, KS/Leiftri og BÍ/Bolungarvík.

Ingimar Elí á 132 meistaraflokksleiki að baki og hefur skorað í þeim fjögur mörk. Hann lék á sínum tíma tvo leiki með U-19 ára landsliðinu.

ÍA mætir FH í 4. umferð Pepsi Max-deildarinnar á miðvikudaginn klukkan 19:15 á Skaganum.
Athugasemdir
banner
banner
banner